„Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 19:05 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk gegn Frökkum í kvöld. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ísland var 22-20 yfir um miðjan seinni hálfleik en varð að lokum að sætta sig við tap, 28-26. Sigvaldi setti stórt spurningamerki við dómgæsluna í leiknum, ekki síst þegar Yann Genty markvörður Frakka slapp við rautt spjald fyrir að koma út úr vítateignum til að stöðva hraðaupphlaup Íslands seint í leiknum. „Mér fannst við eiga meira skilið úr þessum leik. Við börðumst í sextíu mínútur og vorum tveimur mörkum yfir hérna í seinni hálfleik, og það var leiðinlegt að ná ekki að halda því. Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt, en svona getur þetta verið gegn svona liðum. Við erum ógeðslega svekktir en samt stoltir að sýna hvað við getum á móti þessum liðum. Við áttum meira skilið,“ sagði Sigvaldi sem átti flottan leik. Aðspurður hvað nákvæmlega hann teldi hafa verið að dómgæslunni sagði hornamaðurinn áreiðanlegi: „Þeir fengu oft að taka fjórða og fimmta skref. Svo var það þetta með Bjarka. Mér fannst það mjög skrýtið. Það er stórhættulegt þegar að markvörðurinn kemur svona út, og það var snerting þarna sem er náttúrulega bara rautt spjald. Það hefði örugglega breytt ýmsu. Svo voru ruðningar hér og þar, tvær mínútur á okkur, sem maður setur spurningamerki við. Auðvitað klúðrum við samt líka færum á mikilvægum augnablikum og það er svekkjandi,“ sagði Sigvaldi. Stemningin þannig í dag að við myndum vinna Sigvaldi lék við hlið Viggós Kristjánssonar sem hóf seinni hálfleik á að skora sex mörk úr sex skotum, á rétt um tíu mínútum: „Ég er bara í sjokki eiginlega ennþá. Því miður meiddist hann í lokin en hann var náttúrulega bara geggjaður og kom okkur inn í leikinn, og yfir. Mér fannst stemningin líka vera svona í allan dag, að við værum að fara að ná í sigur í þessum leik. Tilfinningin var einhvern veginn þannig. Því miður gekk það ekki,“ sagði Sigvaldi. Batamerkin voru þó augljós frá tapinu gegn Sviss: „Við keyrðum hraðaupphlaupin og skoruðum fullt af mörkum úr þeim, sem skiptir gríðarlegu máli fyrir okkur því við höfum átt í erfiðleikum í sóknarleiknum. Svo var mikið betra flæði. Við sendum boltann áfram í stað þess að stoppa og drippla. Þegar hraðaupphlaupin koma líka þá er þetta mjög gott. Með þessa vörn getum við svo unnið öll lið, hún er búin að vera frábær í marga leiki.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 18:30
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33