Draumur Íslands lifir með sigri á sexföldum heimsmeisturum Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 12:30 Ísland er í kapphlaupi við Sviss og fleiri lið um að komast í 8-liða úrslit á HM, og eftir tap gegn Sviss er Ísland ansi aftarlega í því hlaupi. EPA-EFE/URS FLUEELER Það þarf vissulega bjartsýni í anda Pollýönnu til að velta fyrir sér þeim möguleika en Ísland á samt enn von um að komast í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. Vonin sú veltur á því að Ísland vinni sigursælustu þjóð í sögu HM, Frakka, í dag kl. 17 og svo liðið sem leikið hefur til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, Norðmenn, á sunnudaginn. Fyrir lið sem tapað hefur leikjum gegn Portúgal og Sviss virðist möguleikinn á því ekki ýkja mikill, en hann er þó til staðar. Ef að Ísland vinnur Frakkland, sama með hvaða mun, og Noreg með fimm marka mun, þarf liðið varla að treysta á önnur úrslit. Til dæmis væri þá nóg að Noregur vinni Alsír í kvöld. Ef að úrslit í öðrum leikjum falla með Íslandi væri „nóg“ fyrir Ísland að vinna leikina við Frakkland og Noreg með eins marks mun, en það yrði vissulega ógleymanlegt þrekvirki að vinna báða þessa leiki og grunnforsenda fyrir möguleikanum á að komast áfram. Staðan eftir þrjár umferðir og leikirnir sem eftir eru: Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit. Hafa ber í huga að verði lið jöfn að stigum gilda innbyrðis úrslit í leikjum þeirra. Verði til dæmis þrjú lið jöfn, og hafi hvert þeirra unnið einn leik en tapað einum í innbyrðis viðureignum þeirra þriggja, ræður samanlögð markatala úr þessum innbyrðis leikjum því hvernig þau raðast. Ísland ætti mun raunhæfari möguleika á því að komast í 8-liða úrslit ef liðið hefði ekki tapað 20-18 gegn Sviss og 25-23 gegn Portúgal.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Hvernig viljum við þá að hinir leikirnir fari, svo að Íslandi dugi að vinna sína leiki? Hægt er að teikna upp 81 sviðsmynd út frá því að Ísland vinni bæði Noreg og Frakkland, svo við látum það nú ógert. Til einföldunar skulum við reikna með að Alsír tapi báðum sínum leikjum, gegn Noregi og Sviss (Það gæti þó hjálpað Íslandi ef að Sviss tapaði gegn Alsír í lokaumferðinni, sem er ekki óraunhæft). Þá standa eftir leikir Sviss og Portúgals í dag, og Portúgals og Frakklands á sunnudag. Við skulum skoða hvaða úrslit henta þar. Hvað ef Ísland vinnur báða sína leiki og Alsír tapar báðum sínum? Ef Portúgal vinnur bæði Sviss og Frakkland fer Ísland þá með Portúgal í 8-liða úrslitin. Þessi möguleiki hentar því Íslandi best. Eins marks sigur gegn Frakklandi og Noregi væri nóg. Lokastaða: Portúgal 8, Ísland 6, Frakkland 6, Noregur 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Portúgal vinnur Sviss en Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Portúgal 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal og Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fimm marka mun svo að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslit (nema að Sviss vinni ekki Alsír). Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Sviss 6, Portúgal 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal en Portúgal vinnur Frakkland gætu fimm lið orðið jöfn með 6 stig. Þá myndi innbyrðis markatala úr leikjum þessara fimm liða ráða því hvaða tvö lið færu áfram. Ef Portúgal og Sviss gera jafntefli kæmist Ísland áfram ef ekki yrði jafntefli hjá Frakklandi og Portúgal. Ef jafntefli yrði í báðum þessum leikjum þyrfti Ísland að hafa unnið Noreg með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Eins og fyrr segir er fjöldi annarra möguleika í stöðunni en möguleikinn á að Ísland endi HM sem eitt af þeim átta bestu í heimi er sem sagt enn til staðar. Liðið þarf bara að vinna Frakkland og Noreg, og eldingu hefur lostið niður tvisvar á sama stað. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01 „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Vonin sú veltur á því að Ísland vinni sigursælustu þjóð í sögu HM, Frakka, í dag kl. 17 og svo liðið sem leikið hefur til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum, Norðmenn, á sunnudaginn. Fyrir lið sem tapað hefur leikjum gegn Portúgal og Sviss virðist möguleikinn á því ekki ýkja mikill, en hann er þó til staðar. Ef að Ísland vinnur Frakkland, sama með hvaða mun, og Noreg með fimm marka mun, þarf liðið varla að treysta á önnur úrslit. Til dæmis væri þá nóg að Noregur vinni Alsír í kvöld. Ef að úrslit í öðrum leikjum falla með Íslandi væri „nóg“ fyrir Ísland að vinna leikina við Frakkland og Noreg með eins marks mun, en það yrði vissulega ógleymanlegt þrekvirki að vinna báða þessa leiki og grunnforsenda fyrir möguleikanum á að komast áfram. Staðan eftir þrjár umferðir og leikirnir sem eftir eru: Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit. Hafa ber í huga að verði lið jöfn að stigum gilda innbyrðis úrslit í leikjum þeirra. Verði til dæmis þrjú lið jöfn, og hafi hvert þeirra unnið einn leik en tapað einum í innbyrðis viðureignum þeirra þriggja, ræður samanlögð markatala úr þessum innbyrðis leikjum því hvernig þau raðast. Ísland ætti mun raunhæfari möguleika á því að komast í 8-liða úrslit ef liðið hefði ekki tapað 20-18 gegn Sviss og 25-23 gegn Portúgal.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Hvernig viljum við þá að hinir leikirnir fari, svo að Íslandi dugi að vinna sína leiki? Hægt er að teikna upp 81 sviðsmynd út frá því að Ísland vinni bæði Noreg og Frakkland, svo við látum það nú ógert. Til einföldunar skulum við reikna með að Alsír tapi báðum sínum leikjum, gegn Noregi og Sviss (Það gæti þó hjálpað Íslandi ef að Sviss tapaði gegn Alsír í lokaumferðinni, sem er ekki óraunhæft). Þá standa eftir leikir Sviss og Portúgals í dag, og Portúgals og Frakklands á sunnudag. Við skulum skoða hvaða úrslit henta þar. Hvað ef Ísland vinnur báða sína leiki og Alsír tapar báðum sínum? Ef Portúgal vinnur bæði Sviss og Frakkland fer Ísland þá með Portúgal í 8-liða úrslitin. Þessi möguleiki hentar því Íslandi best. Eins marks sigur gegn Frakklandi og Noregi væri nóg. Lokastaða: Portúgal 8, Ísland 6, Frakkland 6, Noregur 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Portúgal vinnur Sviss en Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Portúgal 6, Sviss 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal og Frakkland vinnur Portúgal þyrfti sigur Íslands á Noregi að hafa verið með fimm marka mun svo að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslit (nema að Sviss vinni ekki Alsír). Lokastaða: Frakkland 8, Ísland 6, Noregur 6, Sviss 6, Portúgal 4, Alsír 0. Ef Sviss vinnur Portúgal en Portúgal vinnur Frakkland gætu fimm lið orðið jöfn með 6 stig. Þá myndi innbyrðis markatala úr leikjum þessara fimm liða ráða því hvaða tvö lið færu áfram. Ef Portúgal og Sviss gera jafntefli kæmist Ísland áfram ef ekki yrði jafntefli hjá Frakklandi og Portúgal. Ef jafntefli yrði í báðum þessum leikjum þyrfti Ísland að hafa unnið Noreg með fjögurra marka mun (eða þriggja marka ef Ísland skoraði 30 mörk í þeim leik) til að Ísland fylgi Frakklandi í 8-liða úrslitin. Eins og fyrr segir er fjöldi annarra möguleika í stöðunni en möguleikinn á að Ísland endi HM sem eitt af þeim átta bestu í heimi er sem sagt enn til staðar. Liðið þarf bara að vinna Frakkland og Noreg, og eldingu hefur lostið niður tvisvar á sama stað.
Staðan: Frakkland 6 Portúgal 4 Noregur 4 Ísland 2 Sviss 2 Alsír 0 Leikir í dag: 14.30 Sviss – Portúgal 17.00 Ísland – Frakkland 19.30 Noregur – Alsír Leikir á sunnudag: 14.30 Alsír – Sviss 17.00 Ísland – Noregur 19.30 Portúgal – Frakkland
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01 „Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Sjá meira
Alfreð steig stríðsdans eftir besta leik landsliðsins frá upphafi Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Frökkum í öðrum leik sínum í milliriðli III á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 22. janúar 2021 11:00
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. 22. janúar 2021 09:01
„Við kolféllum á prófinu, því miður“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, segir íslenska landsliðið hafa fallið á prófinu í leiknum gegn Sviss. Leikurinn tapaðist 20-18 og var sóknarleikur Íslands í molum frá upphafi til enda. 21. janúar 2021 20:00