81 stigs leikur Kobe Bryant sýndur í heild sinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 14:00 Kobe Bryant var magnaður þetta janúarkvöld fyrir fimmtán árum síðan. Getty/Harry How Í dag 22. janúar eru liðin fimmtán ár síðan að Kobe Bryant skoraði 81 stig í einum og sama leiknum í NBA-deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Stöð 2 Sport ætlar að minnast þessa afreks Kobe heitins með því að sýna leikinn í heild sinni en Los Angeles Lakers og Toronto Raptors mættust 22. janúar 2006. Kobe Bryant skoraði 81 stig á tæpum 42 spiluðum mínútum en hann hitti úr 28 af 46 skotum sínum (61%) þar af 7 af 13 fyrir utan þriggja stiga lúna. Kobe nýtti ennfremur 18 af 20 vítaskotum sínum. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 21.45. On this date in 2006, Kobe Bryant scored 81 points against the Toronto Raptors the second highest single-game point total in NBA history. pic.twitter.com/LOR3hlIael— The Undefeated (@TheUndefeated) January 22, 2020 Þetta er enn það næstmesta sem einn leikmaður hefur skorað í einum leik í NBA-deildinni á eftir hundrað stiga leik Wilt Chamberlain. Í tilfelli Chamberlain þá var dælt inn á hann boltum í stórsigri en Lakers liðið þurfti virkilega á stigum Kobe Bryant til að vinna leikinn. Lakers liðið var nefnilega fjórtán stigum undir í hálfleik og náði ekki forystunni fyrr en í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant skoraði 55 af 81 stigi sínum í seinni hálfleiknum. Kobe Bryant bætti með þessu stigamet Los Angeles Lakers um tíu stig en Elgin Baylor hafði skorað 71 stig í nóvember 1960 og met hans var því orðið 45 ára gamalt. Kobe hafði skorað 51 stig aðeins þremur dögum fyrr og 37 stig í leiknum á undan. Hann náði því að skora 169 stig á aðeins rúmlega þremur sólarhringum. Á þriðjudaginn, 26. janúar 2021, verður eitt ár liðið síðan að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt dóttur inni og sjö öðrum. Stöð 2 Sport 2 mun það kvöld sýna heimildarmynd frá NBA deildinni um feril Kobe Bryant sem hefur fengið nafnið „Kobe í áranna rás“ en strax á eftir verður sýndur lokaleikur Kobe Bryant á ferlinum þegar hann skoraði 60 stig á móti Utah Jazz 13. apríl 2016. Í þættinum er farið yfir feril Kobe og rætt við samherja hans og þjálfara en hann verður sýndur klukkan 20.00. Sextíu stiga leikurinn verður sýndur frá klukkan 21.00. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt í Bandaríkjunum um 81 stigs leikinn hans Kobe Bryant. "I don't believe the box score I am reading you." 15 years ago today: Kobe Bryant dropped 81 pts vs. Raptors, 2nd-most pts in NBA historyLakers (-7) trailed by 14 at the half. Kobe scored 55 in 2H & L.A. won by 18 pic.twitter.com/HaMLfC0LBc— The Action Network (@ActionNetworkHQ) January 22, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti