Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. janúar 2021 11:08 Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, í gryfjunni í Stúdentakjallaranum en búið er að dæla mesta vatninu út. Vísir/Egill Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. „Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka. Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Þegar ég kom á svæðið þá var búið að dæla mest öllu vatninu út. Samstarfsmaðurinn minn, yfirkokkurinn í Hámu, var kallaður út klukkan eitt í nótt, þá var allt á floti,“ sagði Rebekka í samtali við fréttastofu í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan eitt í nótt vegna vatnslekans en ljóst þykir að mikið tjón hafi orðið í mörgum byggingum Háskólans austan Suðurgötu. Stór kaldavatnsæð rofnaði í götunni með þessum afleiðingum. „Það má segja að þetta hafi verið svolítið eins og sundlaug gryfjan hérna í Stúdentakjallaranum hjá okkur. En tjónið á eftir að koma í ljós. Vatnstjón getur verið gríðarlega mikið og við erum bara að reyna að bjarga því sem við getum akkúrat núna en endanleg staða mun kannski liggja fyrir síðar,“ sagði Rebekka. Vatnið náði sums staðar að efri dyrakörmum Vatnið náði að minnsta kosti upp að hné í gryfjunni að sögn Rebekku. „En mér skilst að hérna í næstu byggingu hafi vatnið náð hátt upp í efri dyrakarma á sumum stöðum.“ Hún sagði þetta auðvitað mikið áfall. FS hefði haft Hámu og Stúdentakjallarann lokuð meirihluta síðasta árs og svo gerðist þetta. Aðspurð sagði hún ekki ljóst hversu langan tíma hreinsunarstarf tæki. Dagurinn færi að minnsta kosti í það. „Þetta snýst svolítið um það að koma tækjum og tólum í gang. Við erum að reyna að finna út úr því núna hvort allar græjurnar virka.“ Erfitt væri að segja til um hvernig starfsemi verði háttað næstu daga hjá þeim einingum FS þar sem varð tjón í lekanum. „Við þurfum aðeins að reyna að átta okkur á því hvað gerðist og hvaða áhrif þetta hefur. Líka þegar vatn er búið að liggja á, við erum með parket á gólfum og svona. Það er spurning hvaða áhrif það hefur til lengri tíma,“ sagði Rebekka.
Skóla - og menntamál Slökkvilið Hagsmunir stúdenta Veitingastaðir Vatnsleki í Háskóla Íslands Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira