Harden leikmannaskiptin björguðu mögulega lífi NBA leikmanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 11:31 Caris LeVert í leik með sínu gamla liði Brooklyn Nets. AP/Brandon Dill Caris LeVert var einn af leikmönnunum sem fór í nýtt NBA-lið þegar Brooklyn Nets fékk til sín James Harden á dögunum. Við nákvæma læknisskoðun vegna skiptanna uppgötvaðist hins vegar blettur á nýranu hans. Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Caris LeVert hefur verið leikmaður Indiana Pacers í nokkra daga en hann er þó ekki að fara að spila fyrir Pacers liðið á næstunni. Ástæðan tengist þó ekkert körfubolta. Caris LeVert var einn af þeim sem fóru á milli fjögurra félaga í risaleikmannaskiptunum sem gáfu liði Brooklyn Nets tækifæri til að fá stigahæsta leikmann deildarinnar undanfarin ár í James Harden. James Harden er farin að spila með Brooklyn Nets og sömu sögu er að segja af hinum leikmönnum sem fóru á milli liða í skiptunum. LeVert er þakklátur fyrir skiptin en ekki beint körfuboltans vegna. Hann þurfti að gangast undir nákvæma læknisskoðun og þar kom falið mein í ljós. Það sást nefnilega blettur á nýran hans og LeVert hefur síðan verið í meðferð. Indiana Pacers segir að það sé ekki ljóst hvenær Caris LeVert spilar sinn fyrsta leik með liðinu. „Ég sýndi engin einkenni. Ég var að spila leiki og hafði ekki misst af einum leik á þessu tímabili. Mér leið eins og ég væri hundrað prósent heilbrigður,“ sagði Caris LeVert. "This trade could've possibly saved me in the long run."Caris LeVert opens up about the mass found on his kidney during his MRI for the Pacers pic.twitter.com/kdCmyWXqSJ— Bleacher Report (@BleacherReport) January 19, 2021 „Það má því segja að þessi skipti sýndu mér hvað var í gangi í líkamanum mínum. Ég ætla að horfa á þetta þannig og ég er auðmjúkur af því að þessi skipti hafa mögulega bjargað lífi mínu,“ sagði LeVert. „Fyrir mig er það mikilvægasta er að ná fullri heilsu á ný og passa upp á það að ég eigi langt líf. Fyrir utan körfuboltann þá er það mikilvægasta. Ég er ekki mikið að horfa á körfuboltann núna,“ sagði LeVert. „Auðvitað vil ég spila aftur eins fljótt og hægt er. Ég er keppnismaður og ég elska að spila körfubolta. Það mikilvægasta er samt að ná heilsu á ný. Við munum finna út úr þessu öllu í framtíðinni en akkúrat núna hef ég engin svör,“ sagði Caris LeVert um hvenær hann kemur aftur inn á körfuboltavöllinn. Breaking: Caris LeVert will be out indefinitely after an MRI revealed a small mass on his left kidney during a physical prior to finalizing the four-team trade. LeVert will undergo further medical tests and more details will follow as needed. pic.twitter.com/XwlBqzMFEJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 16, 2021 Caris LeVert hafði spilað vel með Brooklyn Nets á tímabilinu og var með 18,5 stig og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum liðsins. Þetta er ekki fyrsta áfallið í fjölskyldunni. Faðir hans dó úr hjartaáfalli þegar hann var fimmtán ára en LeVert og yngri bróður hans komu að pabba sínum. Móðir hans Kim er síðan með MS-sjúkdóminn. „Ég reyni að sjá það jákvæða í öllu. Ef þið sæjuð mömmu mína þá myndu þið aldrei giska á það að hún væri með MS sjúkdóminn eða að það væri eitthvað að henni. Ég hef trú á guð. Ég veit að allt getur ekki verið fullkomið en mínum huga er lífið hvernig þú bregst við hlutum miklu frekar en í hverju þú lendir,“ sagði Caris LeVert.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti