Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Sunna Sæmundsdóttir og Jakob Bjarnar skrifa 20. janúar 2021 13:32 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Líkt og fram hefur komið var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í Samfylkingunni um efstu sæti flokksins í Reykjavík. Í færslu sem Ágúst birtir á Facebook segist hann hafa boðið uppstillingarnefnd sáttatillögu sem fólst í að hann myndi stíga úr oddvitasæti sínu í kjördæmi flokksins í Reykjavík suður og fara í annað sæti í þágu nýliðunar. Því hafi verið hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar. Vonbrigði fyrir Ágúst Ólaf „Þessi niðurstaða er mér vissulega vonbrigði en ég horfi stoltur til baka yfir feril minn í stjórnmálum og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að betra samfélagi,“ skrifar Ágúst á Facebook. Ekki er annað á honum að skilja en að hann hafi nú lokið leik í pólitíkinni, í það minnsta í bili. Ekki stóð til að birta niðurstöður könnunar flokksins og átti hún ekki að vera bindandi. Ágreiningur hefur verið innan uppstillingarnefndar vegna málsins og sagði Birgir Dýrfjörð sig meðal annars frá nefndarstörfum. Í samtali við Vísi um málið sagðist Birgir telja Ágúst Ólaf hafa verið grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir. Í færslunni segist Ágúst hafa fundið fyrir miklum stuðningi í störfum sínum á Alþingi og telur hann sig hafa átt þátt í velgengni flokksins. „Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn í því kjördæmi sem ég leiði. Ég hef látið mig varða mikilvæg málefni ekki síst á vettvangi fjármála en einnig þegar kemur að málefnum öryrkja, aldraðra, menningar, geðheilbrigðismála og dýraverndar.“ Samfylkingunni hefur gengið mjög vel á kjörtímabilinu, ekki síst í Reykjavík. Við höfum staðið í uppbyggingarstarfi hjá...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Ágústi Ólafi bauðst 3. sætið Aðferð Samfylkingarinnar við að raða á lista hefur þannig reynst umdeild. Og nú liggur fyrir að Birgir Dýrfjörð hafði ekki erindi sem erfiði með ræðu sinni og/eða úrsögn. Hörður Oddfríðarson formaður uppstillinganefndar segir að gefið verði út í kvöld eða strax á morgun hvernig efstu sæti skipast. Ekki sé hægt að halda fólki í spennitreyju með það öllu lengur. Formaður uppstillinganefndarinnar er Hörður Oddfríðarson. Hann segir eftirsjá af Ágústi Ólafi. Hann sé feykilega duglegur þingmaður og fylginn sér. „Alveg ljóst í mínum huga að betra er að hafa hann með en ekki. En niðurstaða nefndarinnar varð þessi að bjóða honum ekki annað sætið heldur þriðja,“ segir Hörður og það beri að virða að Ágúst Ólafur vilji ekki þiggja það. „Ágúst Ólafur er heilsteyptur maður að hann ljúki kjörtímabilinu og verði með okkur í kosningabaráttunni líka. Hef ekki trú á öðru.“ Greint frá því hvernig efstu sæti skipast í kvöld eða á morgun Hörður segir að nefndin muni ekki ná að hittast fyrr en í kvöld og í kjölfar þess fundar, þegar tekist hefur að ná í þá sem hlut eiga að máli, þá verður gefið út hverjir skipi efstu sæti lista. Það verður þá gefið út annað hvort í kvöld eða á morgun. „Eða um leið og við höfum náð að setjast yfir það og ganga frá því formlega svo fólki sé ekki haldið í spennitreyju mikið lengur. Höfum haft góðan frið en nú liggur á að ljúka þessu.“ Spurður um efni ræðu Birgis Dýrfjörð, sem taldi Samfylkingu ekki stætt á því að hafna manni vegna gjörða sem hann hafði drýgt undir áhrifum áfengis, en tekið sig á, segir Hörður að drykkja afsaki ekki neitt. Þó hún geti skýrt orð og gjörðir. En gott sé ef menn noti þá tækifærið, verði þeim á, að taka líf sitt í gegn. En Hörður starfar hjá SÁÁ. Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið var Ágúst Ólafur ekki á meðal efstu fimm í skoðanakönnun meðal félaga í Samfylkingunni um efstu sæti flokksins í Reykjavík. Í færslu sem Ágúst birtir á Facebook segist hann hafa boðið uppstillingarnefnd sáttatillögu sem fólst í að hann myndi stíga úr oddvitasæti sínu í kjördæmi flokksins í Reykjavík suður og fara í annað sæti í þágu nýliðunar. Því hafi verið hafnað af meirihluta uppstillingarnefndar. Vonbrigði fyrir Ágúst Ólaf „Þessi niðurstaða er mér vissulega vonbrigði en ég horfi stoltur til baka yfir feril minn í stjórnmálum og er ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að betra samfélagi,“ skrifar Ágúst á Facebook. Ekki er annað á honum að skilja en að hann hafi nú lokið leik í pólitíkinni, í það minnsta í bili. Ekki stóð til að birta niðurstöður könnunar flokksins og átti hún ekki að vera bindandi. Ágreiningur hefur verið innan uppstillingarnefndar vegna málsins og sagði Birgir Dýrfjörð sig meðal annars frá nefndarstörfum. Í samtali við Vísi um málið sagðist Birgir telja Ágúst Ólaf hafa verið grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir. Í færslunni segist Ágúst hafa fundið fyrir miklum stuðningi í störfum sínum á Alþingi og telur hann sig hafa átt þátt í velgengni flokksins. „Samfylkingin hefur verið að mælast stærsti stjórnmálaflokkurinn í því kjördæmi sem ég leiði. Ég hef látið mig varða mikilvæg málefni ekki síst á vettvangi fjármála en einnig þegar kemur að málefnum öryrkja, aldraðra, menningar, geðheilbrigðismála og dýraverndar.“ Samfylkingunni hefur gengið mjög vel á kjörtímabilinu, ekki síst í Reykjavík. Við höfum staðið í uppbyggingarstarfi hjá...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Miðvikudagur, 20. janúar 2021 Ágústi Ólafi bauðst 3. sætið Aðferð Samfylkingarinnar við að raða á lista hefur þannig reynst umdeild. Og nú liggur fyrir að Birgir Dýrfjörð hafði ekki erindi sem erfiði með ræðu sinni og/eða úrsögn. Hörður Oddfríðarson formaður uppstillinganefndar segir að gefið verði út í kvöld eða strax á morgun hvernig efstu sæti skipast. Ekki sé hægt að halda fólki í spennitreyju með það öllu lengur. Formaður uppstillinganefndarinnar er Hörður Oddfríðarson. Hann segir eftirsjá af Ágústi Ólafi. Hann sé feykilega duglegur þingmaður og fylginn sér. „Alveg ljóst í mínum huga að betra er að hafa hann með en ekki. En niðurstaða nefndarinnar varð þessi að bjóða honum ekki annað sætið heldur þriðja,“ segir Hörður og það beri að virða að Ágúst Ólafur vilji ekki þiggja það. „Ágúst Ólafur er heilsteyptur maður að hann ljúki kjörtímabilinu og verði með okkur í kosningabaráttunni líka. Hef ekki trú á öðru.“ Greint frá því hvernig efstu sæti skipast í kvöld eða á morgun Hörður segir að nefndin muni ekki ná að hittast fyrr en í kvöld og í kjölfar þess fundar, þegar tekist hefur að ná í þá sem hlut eiga að máli, þá verður gefið út hverjir skipi efstu sæti lista. Það verður þá gefið út annað hvort í kvöld eða á morgun. „Eða um leið og við höfum náð að setjast yfir það og ganga frá því formlega svo fólki sé ekki haldið í spennitreyju mikið lengur. Höfum haft góðan frið en nú liggur á að ljúka þessu.“ Spurður um efni ræðu Birgis Dýrfjörð, sem taldi Samfylkingu ekki stætt á því að hafna manni vegna gjörða sem hann hafði drýgt undir áhrifum áfengis, en tekið sig á, segir Hörður að drykkja afsaki ekki neitt. Þó hún geti skýrt orð og gjörðir. En gott sé ef menn noti þá tækifærið, verði þeim á, að taka líf sitt í gegn. En Hörður starfar hjá SÁÁ.
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent