Trump náðaði Steve Bannon Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 06:45 Steve Bannon var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í embætti forseta. Getty/Jabin Botsford Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var að náða Steve Bannon sem var einn helsti ráðgjafi Trumps í kosningabaráttunni 2016 og á fyrstu mánuðum hans í Hvíta húsinu. Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Bannon hafði verið ákærður fyrir taka fé út úr fjáröflunina We Build the Wall. Fólk lét fé af hendi rakna í gegnum netið en fjáröflunin var fyrir umdeildan landamæravegg Trumps við Mexíkó. Var Bannon sakaður um að blekkja fólk til þess að gefa fé í verkefnið. Að því er segir í frétt New York Times mun Trump einnig hafa náðað Elliott Broidy en hann stóð fyrir mikið af fjáröflunum fyrir Trump. Broidy hefur viðurkennt að hafa unnið ólöglega að því að bandaríska ríkisstjórnin myndi hætta rannsókn sinni á hinum malasíska 1MDB-skandal, einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Þá er einnig talið að forsetinn hafi náðað rapparana Lil Wayne og Kodak Black sem báðir höfðu hlotið dóm fyrir brot á vopnalögum. Einnig mun Trump hafa náðað fyrrverandi borgarstjóra Detroit, Kwame Kilpatrick, sem var dæmdur í 28 ára fangelsi fyrir spillingu. Náðun Bannons gerir það að verkum að ákærurnar á hendur honum falla niður. Náðunin er óvenjuleg að því leyti að réttarhöld yfir Bannon áttu enn eftir að fara fram. Yfirgnæfandi meirihluta þeirra náðana sem forsetar Bandaríkjanna hafa veitt í gegnum tíðina hefur verið til einstaklinga sem hafa verið dæmdir. Að því er segir í frétt New York Times reyndu fjölmargir að hafa áhrif á það að Trump myndi náða Bannon, þar á meðal Bannon sjálfur. Hvíta húsið ætlaði að gefa út lista yfir það hverjir yrðu náðaðir seint í gærkvöldi. Umræðan um hvort náða skyldi Bannon frestaði því hins vegar. Síðdegis í gær töldu ráðgjafar forsetans að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir náðun Bannons en um klukkan níu um kvöldið hafði Trump enn einu sinni skipt um skoðun. Trump og Bannon ræddu saman í síma í gær á meðan forsetinn var að velta náðuninni fyrir sér. Bandamenn Bannons munu hafa lagt hart að Trump að náða sinn fyrrverandi ráðgjafa á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir það. Joe Biden sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna á hádegi í dag að staðartíma eða klukkan 17 að íslenskum tíma. Skömmu áður verður Kamala Harris svarin inn sem varaforseti landsins. Hún er fyrsta konan til að gegna því embætti og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. 18. janúar 2021 10:09