Langþráðar rafrænar þinglýsingar verði að veruleika á þessu ári Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2021 21:17 Andri Heiðar Kristinsson leiðir verkefnið Stafrænt Ísland. Vísir/Vilhelm Rafrænar þinglýsingar verða að veruleika á þessu ári, að sögn Andra Heiðars Kristinssonar, stafræns leiðtoga fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þetta kom fram í máli hans á fundi sem Samtök fjármálafyrirtækja stóðu meðal annars fyrir í dag en Andri leiðir verkefnið Stafrænt Ísland. Frumvarp sem heimilar framkvæmd rafrænna þinglýsinga var samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. Það ár sagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, að með breytingunum yrði ferlið „nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið.“ Þá var haft eftir Bergþóru Sigmundsdóttur, sviðsstjóra hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að með tilkomu rafrænna þinglýsinga yrði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. Fram að þessu hefur móttaka, þinglýsing, afgreiðsla, aflýsing og afhending þinglýstra skjala farið fram á skrifstofu embættis sýslumanns og getur í sumum tilvikum tekið margar vikur að afgreiða erindið. Spá miklum þjóðhagslegum ávinningi Greint er frá yfirlýsingu Andra á vef Samtaka atvinnulífsins og sagt að dæmi séu um að þinglýsingarferlið sé orðið rafrænt í löndum á borð við Danmörku og Bretland. Eftir breytinguna taki ferlið ekki lengri tíma en nokkrar mínútur. Samkvæmt útreikningum Stafræns Íslands, einingar innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins, getur þjóðhagslegur ávinningur af upptöku rafrænna þinglýsinga verið mikill og er að lágmarki metinn á bilinu 1,2 til 1,7 milljarðar króna á ári. Má ætla að ávinningurinn verði fyrst og fremst tímasparnaður hjá sýslumönnum, lánastofnunum, fasteignasölum og almenningi. Tækni Stjórnsýsla Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Frumvarp sem heimilar framkvæmd rafrænna þinglýsinga var samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. Það ár sagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, að með breytingunum yrði ferlið „nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið.“ Þá var haft eftir Bergþóru Sigmundsdóttur, sviðsstjóra hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, að með tilkomu rafrænna þinglýsinga yrði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. Fram að þessu hefur móttaka, þinglýsing, afgreiðsla, aflýsing og afhending þinglýstra skjala farið fram á skrifstofu embættis sýslumanns og getur í sumum tilvikum tekið margar vikur að afgreiða erindið. Spá miklum þjóðhagslegum ávinningi Greint er frá yfirlýsingu Andra á vef Samtaka atvinnulífsins og sagt að dæmi séu um að þinglýsingarferlið sé orðið rafrænt í löndum á borð við Danmörku og Bretland. Eftir breytinguna taki ferlið ekki lengri tíma en nokkrar mínútur. Samkvæmt útreikningum Stafræns Íslands, einingar innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins, getur þjóðhagslegur ávinningur af upptöku rafrænna þinglýsinga verið mikill og er að lágmarki metinn á bilinu 1,2 til 1,7 milljarðar króna á ári. Má ætla að ávinningurinn verði fyrst og fremst tímasparnaður hjá sýslumönnum, lánastofnunum, fasteignasölum og almenningi.
Tækni Stjórnsýsla Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira