NBA dagsins: Steph Curry setti niður stóra skotið en ekki Lebron James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:31 Stephen Curry í vörn gegn LeBron James í sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers í nótt. AP/Jae C. Hong Golden State Warriors og Brooklyn Nets sendu skýr skilaboð með góðum sigrum í NBA-deildinni í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu athyglisverðan endurkomusigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors var fjórtán stigum undir í fjórða leikhlutanum en kom til baka og tryggði sér á endanum 115-113 sigur með því að vinna síðustu sex mínútur leiksins 18-7. Stephen Curry setti niður risastóran þrist mínútu fyrir leikslok og kom Warriors í 115-110. Lakers menn minnkuðu muninn í tvö stig með þremur vítaskotum og áttu síðan lokasókn leiksins. LeBron James fékk þar tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn en þriggja stiga skot hans geigaði. Warriors liðið byrjaði tímabilið mjög illa en það hefur verið allt annað að sjá til þess að undanförnu eins og sannaðist í þessum leik. James Harden og Kevin Durant skoruðu báðir yfir þrjátíu stig í sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í uppgjöri tveggja sterkra liða í Austurdeildinni. James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, úr sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks og úr sigri Toronto Raptors á Dallas Mavericks. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 18. janúar 2021) NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu athyglisverðan endurkomusigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors var fjórtán stigum undir í fjórða leikhlutanum en kom til baka og tryggði sér á endanum 115-113 sigur með því að vinna síðustu sex mínútur leiksins 18-7. Stephen Curry setti niður risastóran þrist mínútu fyrir leikslok og kom Warriors í 115-110. Lakers menn minnkuðu muninn í tvö stig með þremur vítaskotum og áttu síðan lokasókn leiksins. LeBron James fékk þar tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn en þriggja stiga skot hans geigaði. Warriors liðið byrjaði tímabilið mjög illa en það hefur verið allt annað að sjá til þess að undanförnu eins og sannaðist í þessum leik. James Harden og Kevin Durant skoruðu báðir yfir þrjátíu stig í sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í uppgjöri tveggja sterkra liða í Austurdeildinni. James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, úr sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks og úr sigri Toronto Raptors á Dallas Mavericks. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 18. janúar 2021)
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira