NBA dagsins: Steph Curry setti niður stóra skotið en ekki Lebron James Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:31 Stephen Curry í vörn gegn LeBron James í sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers í nótt. AP/Jae C. Hong Golden State Warriors og Brooklyn Nets sendu skýr skilaboð með góðum sigrum í NBA-deildinni í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu athyglisverðan endurkomusigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors var fjórtán stigum undir í fjórða leikhlutanum en kom til baka og tryggði sér á endanum 115-113 sigur með því að vinna síðustu sex mínútur leiksins 18-7. Stephen Curry setti niður risastóran þrist mínútu fyrir leikslok og kom Warriors í 115-110. Lakers menn minnkuðu muninn í tvö stig með þremur vítaskotum og áttu síðan lokasókn leiksins. LeBron James fékk þar tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn en þriggja stiga skot hans geigaði. Warriors liðið byrjaði tímabilið mjög illa en það hefur verið allt annað að sjá til þess að undanförnu eins og sannaðist í þessum leik. James Harden og Kevin Durant skoruðu báðir yfir þrjátíu stig í sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í uppgjöri tveggja sterkra liða í Austurdeildinni. James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, úr sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks og úr sigri Toronto Raptors á Dallas Mavericks. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 18. janúar 2021) NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu athyglisverðan endurkomusigur á NBA-meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors var fjórtán stigum undir í fjórða leikhlutanum en kom til baka og tryggði sér á endanum 115-113 sigur með því að vinna síðustu sex mínútur leiksins 18-7. Stephen Curry setti niður risastóran þrist mínútu fyrir leikslok og kom Warriors í 115-110. Lakers menn minnkuðu muninn í tvö stig með þremur vítaskotum og áttu síðan lokasókn leiksins. LeBron James fékk þar tækifæri til að tryggja liðinu sigurinn en þriggja stiga skot hans geigaði. Warriors liðið byrjaði tímabilið mjög illa en það hefur verið allt annað að sjá til þess að undanförnu eins og sannaðist í þessum leik. James Harden og Kevin Durant skoruðu báðir yfir þrjátíu stig í sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í uppgjöri tveggja sterkra liða í Austurdeildinni. James Harden var með 34 stig og 12 stoðsendingar og Kevin Durant var með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og sigurkörfuna í 125-123 sigri. Nets-liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína eftir að liðið fékk James Harden frá Houston Rockets en hann er með 33 stig og 13 stoðsendingar að meðaltali í þessum leikjum. Toronto Raptors er að vakna til lífsins eftir slaka byrjun en 116-93 sigur á Dallas Mavericks í nótt var þriðji sigur liðsins í röð en Raptors menn héldu Luka Doncic í fimmtán stigum í leiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir og viðtöl úr sigri Golden State Warriors á Los Angeles Lakers, úr sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks og úr sigri Toronto Raptors á Dallas Mavericks. Þá fylgja eins og vanalega flottustu tilþrifin úr leikjum NBA-deildarinnar í nótt. Klippa: NBA dagsins (frá 18. janúar 2021)
NBA Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira