Sögð hafa stolið tölvu Pelosi og ætlað að afhenda hana Rússum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2021 08:18 Riley June Williams sést hér í þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn. Myndin er skjáskot úr myndbandi sem ITV News birti. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið konu á þrítugsaldri sem grunuð er um að hafa ætlað að reyna að selja Rússum tölvu í eigu Nancy Pelosi, leiðtoga fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hin 22 ára Riley June Williams var handtekin í Pennsylvaníu en hún var í hópi mótmælenda sem ruddust inn í þinghúsið í Washington þann 6. janúar síðastliðinn. Lögregla hefur undanfarið elt fólkið uppi og handtekið það. Áhersla var lögð á að hafa hendur í hári Riley vegna þess að hún hafði stolið fartölvu Pelosi af skrifstofu hennar. Fyrrverandi kærasti Williams er sagður hafa greint lögreglu frá því að hún hefði í hyggju að selja Rússum tölvuna. Afhending tölvunnar hefði að endingu dottið upp fyrir og Williams væri enn með tölvuna í fórum sínum eða hefði „eyðilagt tækið.“ Drew Hammill, aðstoðarstarfsmannastjóri Pelosi, greindi frá því á Twitter tveimur dögum eftir innrásina í þinghúsið að tölvu hefði verið stolið af skrifstofu Pelosi. Tölvan hefði þó aðeins verið notuð í kynningar og fyrirlestra. Í myndbandi innan úr þinghúsinu þann 6. janúar sést Williams vísa hópi fólks upp stiga, sem leiðir að skrifstofu Pelosi. Búið er að höfða mál á hendur um 200 manns eftir árásina á þinghúsið. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 „Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. 17. janúar 2021 12:17 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Hin 22 ára Riley June Williams var handtekin í Pennsylvaníu en hún var í hópi mótmælenda sem ruddust inn í þinghúsið í Washington þann 6. janúar síðastliðinn. Lögregla hefur undanfarið elt fólkið uppi og handtekið það. Áhersla var lögð á að hafa hendur í hári Riley vegna þess að hún hafði stolið fartölvu Pelosi af skrifstofu hennar. Fyrrverandi kærasti Williams er sagður hafa greint lögreglu frá því að hún hefði í hyggju að selja Rússum tölvuna. Afhending tölvunnar hefði að endingu dottið upp fyrir og Williams væri enn með tölvuna í fórum sínum eða hefði „eyðilagt tækið.“ Drew Hammill, aðstoðarstarfsmannastjóri Pelosi, greindi frá því á Twitter tveimur dögum eftir innrásina í þinghúsið að tölvu hefði verið stolið af skrifstofu Pelosi. Tölvan hefði þó aðeins verið notuð í kynningar og fyrirlestra. Í myndbandi innan úr þinghúsinu þann 6. janúar sést Williams vísa hópi fólks upp stiga, sem leiðir að skrifstofu Pelosi. Búið er að höfða mál á hendur um 200 manns eftir árásina á þinghúsið.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 „Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. 17. janúar 2021 12:17 Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
„Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. 17. janúar 2021 12:17
Handtekinn með hlaðna byssu skammt frá þinghúsinu Vopnaður karlmaður var handtekinn við öryggishlið skammt frá þinghúsi Bandaríkjanna í gær. 17. janúar 2021 09:48