Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 10:09 Donald Trump, forseti, lætur af embætti á miðvikudaginn. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir. Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Hundruð beiðna um náðanir hafa borist til Trumps og hafa bandamenn hans tekið við peningum frá auðugum mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi í staðinn fyrir aðgang að forsetanum, samkvæmt New York Times. Trump hefur ítrekað notaðir náðunarvald forsetaembættisins til að koma vinum sínum og bandamönnum til aðstoðar. Heilt yfir hefur hann náðað eða fellt niður dóma 94 manna. Þar af tengjast flestir honum persónulega eða hafa hjálpað honum pólitískt séð. Í frétt NYT eru nokkrir ráðgjafar og starfsmenn Trumps nefndir á nafn og eru þeir sagðir hafa fengið fúlgur fjár frá glæpamönnum í skipti fyrir aðgengi að Trump og ráðgjöf um það hvernig best sé að vekja athygli hans. Þar á meðal eru Brett Tolman, fyrrverandi saksóknari sem hefur veitt starfsmönnum Hvíta hússins ráðleggingar varðandi náðanir, og John M. Dowd, einkalögmaður Trumps. NYT segir einnig að fyrrverandi ráðgjafi framboðs Trumps hafi fengið 50 þúsund dali fyrir að hjálpa John Kiriakou, fyrrverandi starfsmanns leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem var dæmdur fyrir að leka leynilegum upplýsingum við að tryggja sér náðun Trumps. Sá ráðgjafi á að fá 50 þúsund dali til vibótar, samþykki forsetinn að náða Kiriakou. Þá segja heimildarmenn NYT að Rudy Giuliani, einkalögmaður Trumps, hafi tilkynnt Kiriakou að hann gæti tryggt honum náðun fyrir tvær milljónir dala. Því boði var þó hafnað og var það tilkynnt til Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Samkvæmt heimildum Washington Post fundaði Trump stíft með sínum nánustu ráðgjöfum í gær um það hverja hann ætti að náða. Á fundinum voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, tengdasonur. Þau munu þó ekki hafa komist að niðurstöðu varðandi það hvort hann ætli að náða sjálfan sig. Forseti hefur hingað til aldrei reynt að náða sjálfan sig og ríkir mikil óvissa um hvort hann geti það yfir höfuð. Börn forsetans hafa ekki verið ákærð og ekki er vitað til þess að þau séu til rannsóknar. Búist er við að aðgerðirnar verði tilkynntar í dag eða á morgun, samkvæmt frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05 Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25 Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38 Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. 18. janúar 2021 09:05
Mun færri mótmæla en búist var við Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50. 17. janúar 2021 22:25
Vill vinda ofan af embættisverkum Trumps sem fyrst Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, virðist ætla að hefjast handa við það að vinda ofan af ýmsum stefnumálum Donalds Trump, fráfarandi forseta, um leið og hann tekur við embættinu, þann 20. janúar næstkomandi. 17. janúar 2021 13:38
Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. 14. janúar 2021 21:10