Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 09:05 Mikill viðbúnaður er í Washington-borg vegna innsetningar Joes Biden í embætti forseta síðar í vikunni. Getty/Tasos Katopodis Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag. Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Þjóðvarðliðar eru varalið bandaríska hersins og eru sjálfboðaliðar úr hópi almennra borgara. Bakgrunnur varðliðanna er rannsakaður þar sem yfirvöld óttast að einhverjir í hópi þjóðvarðliðanna muni gera árás við innsetninguna. Ryan McCarthy, hermálaráðherra Bandaríkjanna, segir í samtali við fréttastofu AP að hann hafi beðið stjórnendur í hernum að fylgjast sérstaklega með hvort einhver vandamál komi upp í röðum varðliðanna. Enn sem komið er hefur ekkert komið upp og rannsókn FBI ekki leitt neitt alvarlegt í ljós. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 hefur ógnin af yfirvofandi árás öfgahópa verið forgangsmál hjá lögreglu- og hernaðaryfirvöldum. Hingað til hefur sú ógn þó aðallega verið tengd íslömskum öfgahópum á borði við Al Kaída og ISIS. Nú kemur ógnin hins vegar frá stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, og hópum á borð við þá sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins. Margir sem skipa þessa hópa trúa ásökunum Trumps um að víðtækt svindl forsetakosningunum í nóvember þrátt fyrir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. Það sem yfirvöld óttast helst í tengslum við innsetningu Bidens er vopnuð árás einstaklinga sem og sprengjuárás. Að sögn McCarthy benda leyniþjónustugögn til þess að einhverjir hópar séu að skipuleggja vopnaðar samkomur í aðdraganda innsetningarinnar og hugsanlega eftir að henni lýkur.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira