Fjallið elskaði það að fá nokkur högg í andlitið frá hinum hljóðláta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson og Steven Ward börðust í Dúbaí um helgina. Instagram/@thorbjornsson Fjallið steig inn hringinn á móti „hljóðláta manninum“ í Dúbaí á föstudagskvöldið. Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson barðist við Steven Ward í hnefaleikahringnum um helgina en þetta var fyrsti æfingabardagi Fjallsins fyrir uppgjörið við Eddie Hall í Las Vegas næsta haust. Þetta var líka bardagi án sigurvegara og báðir náðu nokkrum góðum höggum. Bardaginn fór fram á föstudaginn en var síðan sýndur á miðlum Hafþórs Júlíusar daginn eftir. Hafþór Júlíus talaði um það fyrir bardagann af hverju hann vildi fá að berjast við Ward á þessum tímapunkti. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Ég vil greina mistökin mín fyrir bardagann við Hall. Ég vil líka vera búinn að finna spenninginn og komast yfir það fyrir bardagann í september. Ég vil læra af þessu og ég vil verða betri. Þó að þetta sé sýningarbardagi þá ætlum við báðir að sýna hvað við getum,“ sagði Hafþór Júlíus fyrir bardagann. Hafþór var miklu stærri en Ward, 206 sentímetrar og 156 kíló á móti 188 sentímetrum og 99 kílóum hjá fyrrum Evrópumeistara í léttþungavigt. Hafþór Júlíus fékk að kynnast hnefa Ward nokkrum sinnum og fagnaði því eftir bardagann. Þegar hann var spurður af því hvernig var að vera sleginn í andlitið þá kom svarið sumum á óvart. „Það var frábært, ég elska þetta,“ sagði Hafþór Júlíus eftir bardagann. „Þetta tókst mjög vel og ég get ekki beðið eftir að komast aftur heim og byrja aftur að æfa. Ég elska þessa íþrótt og ber mikla virðingu fyrir henni sem og íþróttamönnunum sjálfum,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus stóðst heldur ekki freistinguna að senda Eddie Hall nokkur góð skilaboð. „Ef þú ætlar ekki að taka þennan bardagann alvarlega þá mun ég rota þig í fyrstu lotu. Ég ráðlegg þér að fara að taka þennan bardaga alvarlega,“ sagði Hafþór Júlíus. Steven Ward sendi Hafþóri líka stutt skilaboð í athugasemdum við Instagram færslu um bardagann. „Þú er herramaður. Óska þér alls hins vesta stóri maður,“ skrifaði Steven Ward. Hann hrósaði líka Hafþóri fyrir hraða og snerpu þrátt fyrir að vera svona stór og mikill. Hafþór tilkynnti líka að hann ætlaði að reyna sig í fleiri æfingabardögum fram að þeim stóra í september. „Takk fyrir öll jákvæðu skilaboðin. Ég mun berjast oftar í undirbúningi mínum fyrir bardagann í september. Við hvern ætti ég að berjast næst,“ spurði Hafþór fylgjendur sína. Það má sjá allan bardagann hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira