Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 10:37 Konan var á þrítugsaldri. Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. Eiginmaður Kamilu og ungt barn sem einnig lentu í slysinu njóta nú læknisaðstoðar í Reykjavík. Lögregla segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra. Kamila og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð í gærmorgun. Vegfarendur komu að bíl fjölskyldunnar úti í sjó og náðu Kamilu og barni hennar út úr bílnum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem fluttu fjölskylduna á sjúkrahús í Reykjavík. Stór hluti viðbragðsaðila fór í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu sinnar að björgunaraðgerðunum. Vonir standa til að niðurstaða fáist um það síðar í dag hvort hægt verði að aflétta sóttkvínni. Á annan tug viðbragðsaðila hafa dvalið í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði vegna þessa í gær. Umferðarslys í Skötufirði, framhaldstilkynning. Áður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunnudagur, 17. janúar 2021 Samgönguslys Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur björguðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eiginmaður Kamilu og ungt barn sem einnig lentu í slysinu njóta nú læknisaðstoðar í Reykjavík. Lögregla segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra. Kamila og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð í gærmorgun. Vegfarendur komu að bíl fjölskyldunnar úti í sjó og náðu Kamilu og barni hennar út úr bílnum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem fluttu fjölskylduna á sjúkrahús í Reykjavík. Stór hluti viðbragðsaðila fór í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu sinnar að björgunaraðgerðunum. Vonir standa til að niðurstaða fáist um það síðar í dag hvort hægt verði að aflétta sóttkvínni. Á annan tug viðbragðsaðila hafa dvalið í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði vegna þessa í gær. Umferðarslys í Skötufirði, framhaldstilkynning. Áður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunnudagur, 17. janúar 2021
Samgönguslys Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur björguðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vegfarendur björguðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30
Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18
Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16