Þættirnir hefjast á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í febrúar. Í þáttunum dansa frægir einstaklingar við atvinnudansara og fá atvinnudansararnir sjálfir að velja sér liðsfélaga. Pörin keppa svo sín á milli í hinum ýmsu dansstílum og stefnum, þar til eitt par stendur uppi sem sigurvegari. Um er að ræða sömu uppsetningu og á þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir hafa verið á Stöð 2.
Í tilkynningu Let‘s Dance á Instagram, sem Rúrik deildi í story, segir að fótboltamaðurinn Rúrik Gíslason hafi á HM í fótbolta 2018 einblínt á árangur íslenska liðsins.
„Margir fótboltaáhangendur hins vega beindu sjónum sínum aðeins að honum! Hann varð kyntákn á Heimsmeistaramótinu.“