Vegfarendur náðu konu og barni úr bílnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. janúar 2021 18:30 Slysið varð í morgun í Skötufirði. Vegfarendum tókst að bjarga konu og barni úr bílnum. Vísir/Hafþór Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. „Það voru þrír í bílnum og vegfarendurnir unnu þrekvirki. Þau komu tveimur úr bílnum, konu og barni. Þetta fólk var ekki með góðum lífsmörkum þannig að þeir hófu endurlífgun,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar. „Þarna sannaði björgunarbátur gildi sitt því að hann kom að aðstoða þennan þriðja sem ekki komst í land og var uppi á þaki bílsins í nokkurn tíma. Björgunarbáturinn gat lagt upp að þaki bílsins og bjargað viðkomandi um borð,“ segir Hlynur. Segir vegfarendur hafa unnið þrekvirki Hlynur segir þátt vegfarenda á slysstað hafi verið mikinn. Ekki er ljóst eins og staðan er núna hve langur tími hafði liðið frá því að slysið varð þar til vegfarendur komu að slysstað. Hlynur segir þó að ekki sé talið að þau hafi verið lengi í bílnum. „Fyrstu tveir komu þarna að og vinna þarna þrekvirki. Svo kemur þriðji þarna að og fjórði og þetta fólk hefur allt staðið sig með miklum ágætum.“ Einn þeirra sem var í bílnum er við ágæta heilsu en tveir eru enn undir læknismeðferð.Vísir/Hafþór Fjölskyldan, par um þrítugt og ungt barn þeirra, voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík. „Einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki,“ segir Hlynur. Fjölskyldan kom til landsins í nótt og var á leið heim til Flateyrar í sóttkví fyrir síðari skimun. Fimmtíu manns komu að björguninni, átján þeirra hafa verið sendir í sóttkví. „Við erum að opna sóttvarnahús hérna á Vestfjörðum fyrir þá sem ekki geta verið heima hjá sér. Við erum að vona að morgundagurinn muni leiða það í ljós hvort að nauðsyn sé á að hafa þetta fólk í einangrun lengur,“ segir Hlynur. Þurftu að færa sig af slysstað til að hringja í neyðarlínuna Símasamband á slysstað var með verra móti. Hlynur segir brýnt að símasamband á Vestfjörðum sé bætt. „Þarna kom í ljós, eins og við höfum reyndar bent á nokkrum sinnum, að símasamband er með stopulum hætti í Ísafjarðardjúpi, sem og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Þarna þurfti fólk að færa sig af slysstað til þess að komast í símasamband. Það er mjög brýnt, öryggisins vegna, að símasamband sé gott á Vestfjörðum eins og alls staðar annars staðar á landinu,“ segir Hlynur. Einn þessara þriggja er við góða heilsu að sögn Hlyns en hinir tveir eru enn undir læknishöndum. „Þessir þremenningar voru fluttir suður með þyrlum Landhelgisgæslunnar og einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki.“ Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Það voru þrír í bílnum og vegfarendurnir unnu þrekvirki. Þau komu tveimur úr bílnum, konu og barni. Þetta fólk var ekki með góðum lífsmörkum þannig að þeir hófu endurlífgun,“ segir Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar. „Þarna sannaði björgunarbátur gildi sitt því að hann kom að aðstoða þennan þriðja sem ekki komst í land og var uppi á þaki bílsins í nokkurn tíma. Björgunarbáturinn gat lagt upp að þaki bílsins og bjargað viðkomandi um borð,“ segir Hlynur. Segir vegfarendur hafa unnið þrekvirki Hlynur segir þátt vegfarenda á slysstað hafi verið mikinn. Ekki er ljóst eins og staðan er núna hve langur tími hafði liðið frá því að slysið varð þar til vegfarendur komu að slysstað. Hlynur segir þó að ekki sé talið að þau hafi verið lengi í bílnum. „Fyrstu tveir komu þarna að og vinna þarna þrekvirki. Svo kemur þriðji þarna að og fjórði og þetta fólk hefur allt staðið sig með miklum ágætum.“ Einn þeirra sem var í bílnum er við ágæta heilsu en tveir eru enn undir læknismeðferð.Vísir/Hafþór Fjölskyldan, par um þrítugt og ungt barn þeirra, voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík. „Einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki,“ segir Hlynur. Fjölskyldan kom til landsins í nótt og var á leið heim til Flateyrar í sóttkví fyrir síðari skimun. Fimmtíu manns komu að björguninni, átján þeirra hafa verið sendir í sóttkví. „Við erum að opna sóttvarnahús hérna á Vestfjörðum fyrir þá sem ekki geta verið heima hjá sér. Við erum að vona að morgundagurinn muni leiða það í ljós hvort að nauðsyn sé á að hafa þetta fólk í einangrun lengur,“ segir Hlynur. Þurftu að færa sig af slysstað til að hringja í neyðarlínuna Símasamband á slysstað var með verra móti. Hlynur segir brýnt að símasamband á Vestfjörðum sé bætt. „Þarna kom í ljós, eins og við höfum reyndar bent á nokkrum sinnum, að símasamband er með stopulum hætti í Ísafjarðardjúpi, sem og á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Þarna þurfti fólk að færa sig af slysstað til þess að komast í símasamband. Það er mjög brýnt, öryggisins vegna, að símasamband sé gott á Vestfjörðum eins og alls staðar annars staðar á landinu,“ segir Hlynur. Einn þessara þriggja er við góða heilsu að sögn Hlyns en hinir tveir eru enn undir læknishöndum. „Þessir þremenningar voru fluttir suður með þyrlum Landhelgisgæslunnar og einn þeirra er við ágæta heilsu en hinir tveir eru ennþá undir læknismeðferð í Reykjavík og við vonum bara það besta. Ég vil koma fram þökkum til allra viðbragðsaðila fyrir frækilega vel unna vinnu og ekki síður til þeirra sem komu fyrstir á vettvang og unnu þar þrekvirki.“
Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18
Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16
Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. 16. janúar 2021 13:05