Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 12:30 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Skjáskot Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. Skimunarskylda á landamærum hefur nú verið innleidd eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gærkvöldi. Vel hefur gengið að framfylgja henni það sem af er degi og enginn hreyft við mótbárum, að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Inntur eftir því hvort eitthvað sé um það að farþegar sem koma til landsins fari í skimun en ætli ekki endilega að virða fimm til sex daga sóttkví sem þá tekur við segir Sigurgeir að landamæraverðir og lögregla heyri reglulega af því. „Við sjáum það og heyrum af fólki. Það segir sig sjálft þegar fólk er að koma hérna kannski, sem eru kannski hreinir ferðamenn ef svo má að orði komast, og er að koma hér í fjóra fimm daga. Þeir eru ekkert að koma hingað til að vera læstir inn á hótelherbergi sem því nemur. Það blasir við. Þannig að það sést á dvalartímanum og síðan heyrum við það á tali fólks,“ segir Sigurgeir. Hann segir að tilvik sem þessi komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Öllum sé þó bent á skyldu um seinni skimun og sóttkví á milli, með bæði munnlegum og skriflegum upplýsingum. „Það er ótrúlegt að einhver komi inn án þess að vita um þessa fimm daga sóttkví og seinni skimun. Því þú kemst ekkert inn í landið nema forskrá þig inn á visit.Covid.is, þar sem þessar upplýsingar koma fram. Hérna á landamærunum fá allir afhentan bækling sem er á átta tungumálum og okkar landamæraverðir og lögregla tala við hvern einasta farþega og minnum á þessa skyldu. Síðan fá allir SMS á öðrum og þriðja degi með áminningu um þetta. Þannig að það er eiginlega ótrúlegt ef einhver fer hérna í gegn án þess að vera meðvitaður um þessa skyldu.“ Tilkynna málin til lögreglu Tilfelli sem þessi, hvar fólk ætlar greinilega beint að ferðast eða í vinnu, eru tilkynnt til staðarlögreglu þegar hægt er. „Við sjáum kannski hótelbókanir og slíkt og þá látum við staðarlögreglu vita. Og staðarlögregla reynir eftir fremsta megni að framfylgja þessu en það er aldrei hægt að fylgjast með öllum alls staðar.“ Líkt og greint var frá í gær tók skimunarskylda gildi á landamærum í gær og möguleiki á tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins því afnuminn. Inntur eftir því hvort þetta sé nóg í ljósi þess að ferðamenn virði sumir ekki sóttkví milli skimanna segir Sigurgeir skimunarskyldu þétta varnirnar verulega. „Það er þó búið að taka úr því fyrra sýnið og niðurstaða úr því kemur samdægurs. Það næst þá í skottið á fólki, yfirleitt sama dag eða næsta, ef það er sýkt og greinist sýkt í fyrri skimun. Þannig að þessi tvöfalda skimun er algjört snilldarfyrirbæri og gott að það sé búið að innleiða hana á meðan það er algjört neyðarástand í kringum okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Skimunarskylda á landamærum hefur nú verið innleidd eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gærkvöldi. Vel hefur gengið að framfylgja henni það sem af er degi og enginn hreyft við mótbárum, að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Inntur eftir því hvort eitthvað sé um það að farþegar sem koma til landsins fari í skimun en ætli ekki endilega að virða fimm til sex daga sóttkví sem þá tekur við segir Sigurgeir að landamæraverðir og lögregla heyri reglulega af því. „Við sjáum það og heyrum af fólki. Það segir sig sjálft þegar fólk er að koma hérna kannski, sem eru kannski hreinir ferðamenn ef svo má að orði komast, og er að koma hér í fjóra fimm daga. Þeir eru ekkert að koma hingað til að vera læstir inn á hótelherbergi sem því nemur. Það blasir við. Þannig að það sést á dvalartímanum og síðan heyrum við það á tali fólks,“ segir Sigurgeir. Hann segir að tilvik sem þessi komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Öllum sé þó bent á skyldu um seinni skimun og sóttkví á milli, með bæði munnlegum og skriflegum upplýsingum. „Það er ótrúlegt að einhver komi inn án þess að vita um þessa fimm daga sóttkví og seinni skimun. Því þú kemst ekkert inn í landið nema forskrá þig inn á visit.Covid.is, þar sem þessar upplýsingar koma fram. Hérna á landamærunum fá allir afhentan bækling sem er á átta tungumálum og okkar landamæraverðir og lögregla tala við hvern einasta farþega og minnum á þessa skyldu. Síðan fá allir SMS á öðrum og þriðja degi með áminningu um þetta. Þannig að það er eiginlega ótrúlegt ef einhver fer hérna í gegn án þess að vera meðvitaður um þessa skyldu.“ Tilkynna málin til lögreglu Tilfelli sem þessi, hvar fólk ætlar greinilega beint að ferðast eða í vinnu, eru tilkynnt til staðarlögreglu þegar hægt er. „Við sjáum kannski hótelbókanir og slíkt og þá látum við staðarlögreglu vita. Og staðarlögregla reynir eftir fremsta megni að framfylgja þessu en það er aldrei hægt að fylgjast með öllum alls staðar.“ Líkt og greint var frá í gær tók skimunarskylda gildi á landamærum í gær og möguleiki á tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins því afnuminn. Inntur eftir því hvort þetta sé nóg í ljósi þess að ferðamenn virði sumir ekki sóttkví milli skimanna segir Sigurgeir skimunarskyldu þétta varnirnar verulega. „Það er þó búið að taka úr því fyrra sýnið og niðurstaða úr því kemur samdægurs. Það næst þá í skottið á fólki, yfirleitt sama dag eða næsta, ef það er sýkt og greinist sýkt í fyrri skimun. Þannig að þessi tvöfalda skimun er algjört snilldarfyrirbæri og gott að það sé búið að innleiða hana á meðan það er algjört neyðarástand í kringum okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59
Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41
Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00