Múgurinn réðst inn í þingsalinn um mínútu eftir að Pence var komið út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 22:00 Mike Pence. GEtty/Saul Loeb Litlu munaði að múgurinn, sem réðst inn í þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku, hafi náð til Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Margir áhlaupamannanna heyrðust hrópa að Pence væri svikari á meðan þeir gengu í átt að þingsalnum. Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Samkvæmt nýjum upplýsingum, sem Washington Post greinir frá, liðu fjórtán mínútur frá því að múgurinn gerði fyrstu tilraun til að ráðast inn í þinghúsið þar til öryggisverðir leiddu Pence út úr þingsal og á öruggan stað. Lífferðir Pence leiddu hann að lokum inn í herbergi skammt frá þingsalnum, þar sem Pence hélt til ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Um mínútu eftir að Pence var komið úr þingsalnum tókst áhlaupamönnum að ráðast inn á aðra hæð salsins. Samkvæmt heimildamönnum Washington Post var herbergið sem Pence hélt til um þrjátíu metrum frá annarri hæð þingsalsins. Þeir segja að hefðu áhlaupamennirnir komist á staðinn nokkrum sekúndum fyrr hefðu þeir séð Pence hlaupa yfir í herbergið og þá vitað hvar hann væri niðurkominn. Lögreglan hafnaði aðstoð þjóðvarðliðsins Spurningar hafa vaknað um það hvers vegna lífverðir Pence, sem eru meðlimir Bandarísku leyniþjónustunnar (e. Secret Service), fylgdu honum ekki úr þingsal fyrr. Mikil hætta hafi steðjað að varaforsetanum og mikið forgangsmál að koma honum í öruggt skjól. Talsmaður leyniþjónustunnar sagði í samtali við Washington Post að varaforsetinn hafi ekki á neinum tímapunkti verið í lífshættu. Lögregla þingsins hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar vegna áhlaupsins. Gagnrýnendur hafa bent á að löggæsla hafi ekki verið nógu góð, ekki nógu margir lögreglumenn á staðnum og hafa myndbönd og myndir litið dagsins ljós þar sem lögreglumenn þingsins sjást opna dyr fyrir áhlaupsmönnum og stilla sér upp fyrir myndatökur. Þá hafnaði lögregla þingsins boði varnarmálaráðuneytisins um aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur mótmælendum. Mótmælendur höfðu skipulagt mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir sagst ætla að ráðast inn í þinghúsið. Þrátt fyrir það afþakkaði lögreglan aðstoð.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. 9. janúar 2021 20:42
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. 8. janúar 2021 19:38