Reiður yfir því að enginn komi honum til varnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2021 21:10 Donald Trump lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar. EPA/MICHAEL REYNOLDS Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera reiður út í starfsmenn sína og bandamenn á lokadögum forsetatíðar sinnar. Hann er sérstaklega reiður yfir því hve fáir hafa komið honum til varnar í tengslum við það að í gær var hann í annað sinn ákærður fyrir embættisbrot. Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að yfirgefa skrifstofur sínar og samkvæmt heimildum Washington Post er forsetinn sagður argur út í þá sem eftir eru. Meðal annars er hann sagður hafa skipað starfsmönnum sínum að hætta að greiða Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, vegna viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Þá var hann reiður yfir því að fáir komu honum til varnar í ákæruferlinu. Þar á meðal eru þau Kayleigh McEnany upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jared Kushner tengdasonur hans og ráðgjafi, Larry Kudlow efnahagsráðgjafi og Mark Meadows starfsmannastjóri. Enginn þeirra hefur komið Trump til varnar í fjölmiðlum. Trump var ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaða skeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og að hann ætli að hlusta á málarekstur í öldungadeildinni þegar hann hefst. Annars hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins að mestu þagað um ákæruna. Réttarhöldin í öldungadeildinni munu ekki hefjast fyrr en eftir eða jafnvel sama dag og Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. Tveir þriðju þingmanna þyrftu að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og það þýðir að minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við Demókrata. Tíu þingmenn í fulltrúadeildinni gerðu það í gær. Öldungadeildarþingmaðurinn Linsdey Graham hefur þó staðið Trump nærri. Hann segir forsetann hafa sætt sig við að forsetatíð sinni sé lokið. Hann standi þó enn í þeirri trú að svindlað hafi verið á sér. Graham hefur verið að hringja í aðra öldungadeildarþingmenn og hvetja þá til að standa við bakið á Trump, samkvæmt talsmanni hans sem ræddi við blaðamann Politico. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó heyrt af því að Graham hafi sagt vinum sínum og starfsmönnum að hann telji Trump hafa framið embættisbrot í tengslum við árásina á þinghúsið. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11 Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru byrjaðir að yfirgefa skrifstofur sínar og samkvæmt heimildum Washington Post er forsetinn sagður argur út í þá sem eftir eru. Meðal annars er hann sagður hafa skipað starfsmönnum sínum að hætta að greiða Rudy Giuliani, einkalögmanni sínum, vegna viðleitni hans til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Þá var hann reiður yfir því að fáir komu honum til varnar í ákæruferlinu. Þar á meðal eru þau Kayleigh McEnany upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Jared Kushner tengdasonur hans og ráðgjafi, Larry Kudlow efnahagsráðgjafi og Mark Meadows starfsmannastjóri. Enginn þeirra hefur komið Trump til varnar í fjölmiðlum. Trump var ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaða skeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sagt að hann sé opinn fyrir því að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og að hann ætli að hlusta á málarekstur í öldungadeildinni þegar hann hefst. Annars hafa öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins að mestu þagað um ákæruna. Réttarhöldin í öldungadeildinni munu ekki hefjast fyrr en eftir eða jafnvel sama dag og Joe Biden tekur við embætti þann 20. janúar. Tveir þriðju þingmanna þyrftu að greiða atkvæði með því að sakfella Trump og það þýðir að minnst sautján þingmenn Repúblikanaflokksins þyrftu að ganga til liðs við Demókrata. Tíu þingmenn í fulltrúadeildinni gerðu það í gær. Öldungadeildarþingmaðurinn Linsdey Graham hefur þó staðið Trump nærri. Hann segir forsetann hafa sætt sig við að forsetatíð sinni sé lokið. Hann standi þó enn í þeirri trú að svindlað hafi verið á sér. Graham hefur verið að hringja í aðra öldungadeildarþingmenn og hvetja þá til að standa við bakið á Trump, samkvæmt talsmanni hans sem ræddi við blaðamann Politico. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó heyrt af því að Graham hafi sagt vinum sínum og starfsmönnum að hann telji Trump hafa framið embættisbrot í tengslum við árásina á þinghúsið.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11 Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær sjónvarpsávarp þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til þess að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. 14. janúar 2021 07:11
Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14
Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31