Gjafmildi landsmanna bjargaði starfi björgunarsveitarinnar á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2021 18:01 Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri. Vísir/Arnar Einu ári eftir að snjóflóð féllu á Flateyri er björgunarsveitin þar á bæ komin í nýtt húsnæði sem sveitin gat keypt með fé sem almenningur og fyrirtæki í landinu gáfu eftir hamfararnir. Í nýja húsnæðinu verður starfrækt heilsugæsla sem var ekki í boði fyrir ári. Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira