Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:52 Að minnsta kosti eins árásarmannanna var leitað af lögreglu í gær. Hann er fæddur árið 2002 og gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gærkvöld. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu kveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Supu kveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14
Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44
Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17