Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 10:39 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. „Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira
„Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Fleiri fréttir Lækningastjóri undirbýr starfsemi í nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Sjá meira