Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2021 19:21 Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50
Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59