James með stæla og Harden búinn að gefast upp Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2021 07:31 LeBron James og James Harden áttust við í nótt í heldur ójöfnum leik. Getty/Carmen Mandato Los Angeles Lakers styrktu stöðu sína á toppi vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta þegar þeir rúlluðu yfir Houston Rockets, 117-100, í nótt. Algjör uppgjafartónn var í James Harden, stjörnuleikmanni Houston. Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Lakers stungu strax af og voru 35-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. LeBron James skoraði 26 stig og þar af 22 í fyrri hálfleik, meðal annars úr þriggja stiga skoti í öðrum leikhluta sem hann sleppti því að fylgjast með hvort færi niður, við mikinn fögnuð félaga sinna. 22 at the half for LBJ. @Lakers | @NBATVpic.twitter.com/AqtDIwjxKA— NBA (@NBA) January 13, 2021 James Harden svo gott sem bað um að fá að losna frá Houston eftir tapið, en í annað sinn á þremur dögum var ekki að sjá að liðið ætti nokkurn einasta möguleika í Lakers sem fögnuðu 120-102 sigri þegar liðin mættust á sunnudag. Staða sem að ekki er hægt að laga Eða hljóma þessi orð Harden, sem orðaður hefur verið við Boston Celtics, ekki eins og kveðjuorð? „Ég elska þessa borg. Ég hef gert gjörsamlega allt sem ég get. Þessi staða er klikkuð. Þetta er eitthvað sem ég held að verði ekki hægt að laga. Svo já. Takk,“ sagði Harden í gegnum Zoom þegar blaðamannafundi hans eftir leik lauk. Áður hafði Harden sagt að Houston væri ekki einu sinni nálægt því að vera í sama flokki og lið á borð við meistara Lakers. Embiid magnaður í framlengdum leik John Wall, sem kom til Houston frá Washington Wizards í fyrra, var spurður út í ummæli Hardens: „Hann má alveg hafa sína skoðun. Þegar allir, frá 1. til 15. manns, vita sitt hlutverk og eru á sömu blaðsíðu, vita hvað þeir vilja og ætla að vinna, þá er allt í góðu. En þegar ákveðnir menn í hópnum taka ekki þátt í þessu þá er erfitt að gera eitthvað merkilegt sem körfuboltalið,“ sagði Wall. Af öðrum úrslitum næturinnar má nefna að Joel Embiid skoraði 45 stig þegar Philadelphia 76ers vann Miami Heat í framlengdum leik, 137-134, í leik liða sem verið hafa í vandræðum með að fylla í lið vegna kórónuveirunnar. Dakota Mathias tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu þegar 26,1 sekúndur voru eftir. @JoelEmbiid becomes the first @sixers player with 45+ PTS, 15+ REB and 5+ STL since steals were first tracked in 1973-74!45 PTS | 16 REB | 5 STL (career high) | 16-23 FGM pic.twitter.com/i8LW4HtlA9— NBA (@NBA) January 13, 2021 Úrslit næturinnar: Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Philadelphia 137 – 134 Miami Brooklyn 122 – 116 Denver Cleveland 87 – 117 Utah Houston 100 – 117 LA Lakers Oklahoma 102 – 112 San Antonio Golden State 95 – 104 Indiana
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira