NBA dagsins: Beal naut sín í „klikkuðum slag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 14:30 Bradley Beal með Devin Booker fyrir framan sig í leiknum í Washington í nótt. Getty/Patrick Smith Bradley Beal stal senunni í NBA-deildinni í nótt með stórleik í öruggum sigri Washington Wizards á Phoenix Suns, 128-107. Flottustu NBA-tilþrifin frá því í nótt má sjá í meðfylgjandi klippu. Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
„Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30
NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30