Harmleikur konu sem var beitt hryllilegu ofbeldi í æsku eða þaulskipulagt morð? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 06:17 Lisa Montgomery myrti Bobbie Jo Stinnett á heimili þeirrar síðarnefndu í desember 2004. Diane Mattingly segir að það sé eitt augnablik úr æsku hennar sem fylli hana djúpu þakklæti en líka miklu samviskubiti. Hún segir þetta augnablik hafa orðið til þess að hún hefur síðan lifað nokkuð eðlilegu lífi. Hún býr í friðsælu húsi, á í góðu sambandi við börnin sín og hefur í tuttugu ár unnið fyrir Kentucky-ríki. Á sama tíma lítur hún til þessa augnabliks og hugsar um örlög systur sinnar, Lisu Montgomery, sem í gær varð fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár. Montgomery var 52 ára, frá Kansas í Bandaríkjunum. Hún var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða hina 23 ára gömlu Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftökunni var frestað seint á mánudag samkvæmt úrskurði dómara í Indiana. Byggði úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skildi ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurðinn og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti Bandríkjaforseta. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi hins vegar úrskurðinn úr gildi og því var þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta, að taka Montgomery af lífi framfylgt í Terre Haute-fangelsinu aðfaranótt miðvikudags. Segir heimilislífið hafa verið hrylling Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar vægast sagt hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum og mæltu sér mót heima hjá Stinnet í bænum Skidmore í Missouri. Þegar þangað var komið tók Montgomery Stinnett, sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn, kverkataki. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Rætt er við fyrrnefnda systur Montgomery í ítarlegri umfjöllun BBC um málið. Mattingly segir frá því að þær hafi alist upp saman þar til félagsmálayfirvöld tóku hana af heimilinu þar sem þær bjuggu með móður sinni. Hún var þá átta ára en Montgomery, sem varð eftir hjá mömmunni, fjögurra. Mattingly segir heimilislífið hafa verið hrylling. Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi voru daglegt brauð. Móðir þeirra, Judy Shaughnessy, beitti stúlkurnar ofbeldi og hinir ýmsu kærastar hennar sem fluttu inn á heimilið. „Önnur systirin var tekin af heimilinu, fékk ástríkt uppeldi og gat jafnað sig á því sem hún hafði lent í. Hin varð eftir í þessum aðstæðum og þær urðu bara miklu, miklu verri. Á endanum brotnaði hún,“ segir Mattingly. watch on YouTube „Stjórnsöm“ og „illgjörn“ móðir Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar mætti rekja til vanrækslu og þess mikla ofbeldis sem hún var beitt í æsku. Lögfræðingarnir sögðu að vanrækslan hefði byrjað áður en Montgomery fæddist. Móðir hennar hefði drukkið mikið þegar hún gekk með hana og Montgomery hafi vegna þess orðið fyrir mjög alvarlegum fósturskaða. Þegar Mattingly og Montgomery voru ungar lamdi mamma þeirra þær og refsaði þeim grimmilega. Hún setti til dæmis límband fyrir munn Montgomery og ýtti Mattingly nakinni út í snjó. Eftir að faðir þeirra fór burt af heimilinu bjó móðir þeirra með ýmsum mönnum. Að minnsta kosti einn þeirra hóf að nauðga Mattingly. „Judy var stjórnsöm. Ég hata að nota þetta orð en hún var illgjörn. Hún naut þess að pynta fólkið í kringum sig. Það veitti henni ánægju,“ segir Mattingly. Montgomery og Stinnett mæltu sér mót heima hjá þeirri síðarnefndu.Vísir/Getty Seld í vændi af móðurinni og eiginmanni hennar Þegar Montgomery nálgaðist unglingsaldurinn fór eiginmaður mömmu hennar að beita hana kynferðisofbeldi. Börn mannsins lýsa honum sem ofbeldisfullum drykkjumanni. Fjölskyldan flutti mikið á milli staða og þegar þau bjuggu í hjólhýsi í Oklahoma sem ofbeldið varð líkara pyntingum að sögn lögfræðinga Montgomerys. Maðurinn hóf að selja vinum sínum aðgang að stúlkunni. Þeir nauðguðu henni og lömdu hana. Þá seldi móðir hennar hana einnig til iðnaðarmanna þegar hún þurfti að láta gera við eitthvað á heimilinu. Montgomery sagði frænda sínum frá ofbeldinu. Hún lýsti því hvernig mennirnir hefðu bundið hana, lamið hana og jafnvel pissað á hana. Frændinn, sem vann hjá lögreglunni, gerði ekkert heldur keyrði hana bara heim. Þá báru bæði Montgomery og mamma hennar vitni um ofbeldið þegar hún skildi við manninn en dómari í skilnaðarmálinu lét yfirvöld ekki vita. Aftöku Montgomerys var mótmælt við fangelsið í Indiana í vikunni.AP/Joseph C. Garza Hefðu getað gert eitthvað til að hjálpa en gerðu ekkert Kelley Henry, einn af lögfræðingum Montgomerys, segir að eitt af því sem trufli hana hvað mest við mál skjólstæðings síns sé að fullorðnir einstaklingar sem vissu af hræðilegum aðstæðum hennar og hefðu getað gert eitthvað sátu hjá og gerðu ekkert. Þá segist systir hennar alltaf sjá eftir því að hafa ekki sagt félagsmálayfirvöldum hvað gekk á á heimilinu. Þegar Montgomery var átján ára giftist hún stjúpbróður sínum og eignaðist með honum fjögur börn. Maðurinn beitti hana grófu ofbeldi, bæði líkamlegu og kynferðislegu, og á ákveðnum tímapunkti fóru fjölskylda og vinir að taka eftir því að hún átti það til að hverfa inn í sinn eigin heim. Henry segir að þarna hafi fyrstu merki um geðraskanir Montgomery gert vart við sig. Hún var greind með geðhvörf, flókna áfallastreituröskun, hugrof og alvarlegan heilaskaða. Montgomery skildi á endanum við manninn og giftist Kevin Montgomery. Um það leyti hélt hún því statt og stöðugt fram að hún væri ólétt án þess að geta í raun orðið ólétt þar sem hún hafði farið í ófrjósemisaðgerð eftir að hafa eignast fjórða barn sitt. Lögfræðingar hennar segja að á þessum tíma hafi hún verið úr tengslum við raunveruleikann. Hún hafi óttast að fyrrverandi eiginmaður hennar myndi koma upp um hana og taka af henni börnin þeirra. Því hafi hún framið hinn hryllilega glæp; að myrða ólétta konu og ræna barni hennar. Bobbie Jo Stinnett bjó í smábænum Skidmore í Missouri.Getty/Larry W. Smith Stinnett lýst sem fyrirmyndarnemanda sem elskaði hunda og ketti Montgomery viðurkenndi brot sín. Það tók kviðdóm í Missouri fimm klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek og daginn eftir var hún dæmd til dauða. Og nú hefur Montgomery verið tekin af lífi þrátt fyrir baráttu lögfræðiteymis hennar og ýmissa mannréttindasamtaka um að þyrma lífi hennar. Það voru þó alls ekki allir á þeirri skoðun að ekki ætti að framfylgja dauðadómnum. Þar á meðal voru vinir og fjölskylda fórnarlambs Montgomerys, Bobbie Jo Stinnett. Stinnett bjó í smábænum Skidmore í Missouri. Þar búa aðeins 250 manns svo allir þekktu hana. Vinir hennar minnast hennar sem fyrirmyndarnemanda sem elskaði hunda og ketti og fannst gaman að synda og spila Nintendo í náttfatapartýjum. Hún var róleg og góð segja vinirnir. Stinnet var nýgift þegar hún var myrt og ófæddu barni hennar rænt og þótt sextán ár séu liðin er málið bæjarbúum enn í fersku minni. Orðræðan í Skidmore er ólík þeirri sem lögfræðingar hennar halda á lofti og tekið hefur verið undir í skoðanagreinum dagblaða á borð við New York Times. „Ég held að í mörgum þessara skoðanagreina sem eru að birtast, sem fólk er að deila, þá gleymast eiginlega Bobbie Jo og dóttir hennar, mamma hennar og eiginmaður og aðrir fjölskyldumeðlimir og vinir,“ segir Tiffany Kirkland, bekkjarsystir Stinnett, við BBC. Frá útför Stinnetts í desember 2004.Getty/Larry W. Smith Smáatriði og skipulag glæpsins sönnun þess að morðið var úthugsað Randy Strong, lögreglustjórinn í Nodaway-sýslu, segir að vettvangur glæpsins hafi verið svo blóði drifinn að hann og kollegar hans séu enn að glíma við áfallið. Þá verði hann jafnvel enn reiðari þegar hann hugsi um þá staðreynd að það var móðir Stinnett sem kom að henni. „Fólkið sem er að verja Montgomery, ég vildi óska að ég gæti farið með þau aftur í tímann og farið með þau á þennan vettvang. Svo gæti ég sagt: „Horfið á þetta lík.“ Svo myndi ég segja: „Hlustið á þetta símtal mömmu hennar við neyðarlínuna. Þetta er martraðarkennt,““ segir Strong. Margir íbúar í Skidmore vísa í smáatriði og skipulag glæpsins sem sönnun fyrir því að morðið hafi verið úthugsað. Montgomery vingaðist við Stinnett á internetinu undir fölsku nafni. Þá keypti hún vörur til þess að undirbúa sig, meðal annars tæki fyrir heimafæðingar og kynnti sér hvernig ætti að framkvæma keisaraskurð. Strong lögreglustjóri segir Montgomery hafa skipulagt morðið í þaula og haldið áfram að ljúga þar til hún var komin út í horn og gat ekki annað en játað. Móðir Stinnetts og eftirlifandi eiginmaður hennar hafa aldrei tjáð sig opinberlega um málið en dótturinni, sem Montgomery rændi, var komið til föður síns þegar hún fannst. Vinkona Stinnetts, Jena Baumli, segist hafa lesið lýsingar á ofbeldinu sem Montgomery var beitt. Hún segir að hún verði aðallega reið þegar hún lesi slíkt. „Ég er komin með nóg af því að heyra af Lisu Montgomery og hvað hún gekk í gegnum. Það er aldrei fjallað um það sem vinkona mín mátti þola og ég er með þessar myndir í huga mínum af því þegar móðir hennar kom að henni við þessar aðstæður,“ segir Baumli. Bandaríkin Dauðarefsingar Fréttaskýringar Erlend sakamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Hún segir þetta augnablik hafa orðið til þess að hún hefur síðan lifað nokkuð eðlilegu lífi. Hún býr í friðsælu húsi, á í góðu sambandi við börnin sín og hefur í tuttugu ár unnið fyrir Kentucky-ríki. Á sama tíma lítur hún til þessa augnabliks og hugsar um örlög systur sinnar, Lisu Montgomery, sem í gær varð fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár. Montgomery var 52 ára, frá Kansas í Bandaríkjunum. Hún var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða hina 23 ára gömlu Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftökunni var frestað seint á mánudag samkvæmt úrskurði dómara í Indiana. Byggði úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skildi ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurðinn og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti Bandríkjaforseta. Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi hins vegar úrskurðinn úr gildi og því var þeirri ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump, fráfarandi forseta, að taka Montgomery af lífi framfylgt í Terre Haute-fangelsinu aðfaranótt miðvikudags. Segir heimilislífið hafa verið hrylling Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar vægast sagt hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum og mæltu sér mót heima hjá Stinnet í bænum Skidmore í Missouri. Þegar þangað var komið tók Montgomery Stinnett, sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn, kverkataki. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Rætt er við fyrrnefnda systur Montgomery í ítarlegri umfjöllun BBC um málið. Mattingly segir frá því að þær hafi alist upp saman þar til félagsmálayfirvöld tóku hana af heimilinu þar sem þær bjuggu með móður sinni. Hún var þá átta ára en Montgomery, sem varð eftir hjá mömmunni, fjögurra. Mattingly segir heimilislífið hafa verið hrylling. Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi voru daglegt brauð. Móðir þeirra, Judy Shaughnessy, beitti stúlkurnar ofbeldi og hinir ýmsu kærastar hennar sem fluttu inn á heimilið. „Önnur systirin var tekin af heimilinu, fékk ástríkt uppeldi og gat jafnað sig á því sem hún hafði lent í. Hin varð eftir í þessum aðstæðum og þær urðu bara miklu, miklu verri. Á endanum brotnaði hún,“ segir Mattingly. watch on YouTube „Stjórnsöm“ og „illgjörn“ móðir Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar mætti rekja til vanrækslu og þess mikla ofbeldis sem hún var beitt í æsku. Lögfræðingarnir sögðu að vanrækslan hefði byrjað áður en Montgomery fæddist. Móðir hennar hefði drukkið mikið þegar hún gekk með hana og Montgomery hafi vegna þess orðið fyrir mjög alvarlegum fósturskaða. Þegar Mattingly og Montgomery voru ungar lamdi mamma þeirra þær og refsaði þeim grimmilega. Hún setti til dæmis límband fyrir munn Montgomery og ýtti Mattingly nakinni út í snjó. Eftir að faðir þeirra fór burt af heimilinu bjó móðir þeirra með ýmsum mönnum. Að minnsta kosti einn þeirra hóf að nauðga Mattingly. „Judy var stjórnsöm. Ég hata að nota þetta orð en hún var illgjörn. Hún naut þess að pynta fólkið í kringum sig. Það veitti henni ánægju,“ segir Mattingly. Montgomery og Stinnett mæltu sér mót heima hjá þeirri síðarnefndu.Vísir/Getty Seld í vændi af móðurinni og eiginmanni hennar Þegar Montgomery nálgaðist unglingsaldurinn fór eiginmaður mömmu hennar að beita hana kynferðisofbeldi. Börn mannsins lýsa honum sem ofbeldisfullum drykkjumanni. Fjölskyldan flutti mikið á milli staða og þegar þau bjuggu í hjólhýsi í Oklahoma sem ofbeldið varð líkara pyntingum að sögn lögfræðinga Montgomerys. Maðurinn hóf að selja vinum sínum aðgang að stúlkunni. Þeir nauðguðu henni og lömdu hana. Þá seldi móðir hennar hana einnig til iðnaðarmanna þegar hún þurfti að láta gera við eitthvað á heimilinu. Montgomery sagði frænda sínum frá ofbeldinu. Hún lýsti því hvernig mennirnir hefðu bundið hana, lamið hana og jafnvel pissað á hana. Frændinn, sem vann hjá lögreglunni, gerði ekkert heldur keyrði hana bara heim. Þá báru bæði Montgomery og mamma hennar vitni um ofbeldið þegar hún skildi við manninn en dómari í skilnaðarmálinu lét yfirvöld ekki vita. Aftöku Montgomerys var mótmælt við fangelsið í Indiana í vikunni.AP/Joseph C. Garza Hefðu getað gert eitthvað til að hjálpa en gerðu ekkert Kelley Henry, einn af lögfræðingum Montgomerys, segir að eitt af því sem trufli hana hvað mest við mál skjólstæðings síns sé að fullorðnir einstaklingar sem vissu af hræðilegum aðstæðum hennar og hefðu getað gert eitthvað sátu hjá og gerðu ekkert. Þá segist systir hennar alltaf sjá eftir því að hafa ekki sagt félagsmálayfirvöldum hvað gekk á á heimilinu. Þegar Montgomery var átján ára giftist hún stjúpbróður sínum og eignaðist með honum fjögur börn. Maðurinn beitti hana grófu ofbeldi, bæði líkamlegu og kynferðislegu, og á ákveðnum tímapunkti fóru fjölskylda og vinir að taka eftir því að hún átti það til að hverfa inn í sinn eigin heim. Henry segir að þarna hafi fyrstu merki um geðraskanir Montgomery gert vart við sig. Hún var greind með geðhvörf, flókna áfallastreituröskun, hugrof og alvarlegan heilaskaða. Montgomery skildi á endanum við manninn og giftist Kevin Montgomery. Um það leyti hélt hún því statt og stöðugt fram að hún væri ólétt án þess að geta í raun orðið ólétt þar sem hún hafði farið í ófrjósemisaðgerð eftir að hafa eignast fjórða barn sitt. Lögfræðingar hennar segja að á þessum tíma hafi hún verið úr tengslum við raunveruleikann. Hún hafi óttast að fyrrverandi eiginmaður hennar myndi koma upp um hana og taka af henni börnin þeirra. Því hafi hún framið hinn hryllilega glæp; að myrða ólétta konu og ræna barni hennar. Bobbie Jo Stinnett bjó í smábænum Skidmore í Missouri.Getty/Larry W. Smith Stinnett lýst sem fyrirmyndarnemanda sem elskaði hunda og ketti Montgomery viðurkenndi brot sín. Það tók kviðdóm í Missouri fimm klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek og daginn eftir var hún dæmd til dauða. Og nú hefur Montgomery verið tekin af lífi þrátt fyrir baráttu lögfræðiteymis hennar og ýmissa mannréttindasamtaka um að þyrma lífi hennar. Það voru þó alls ekki allir á þeirri skoðun að ekki ætti að framfylgja dauðadómnum. Þar á meðal voru vinir og fjölskylda fórnarlambs Montgomerys, Bobbie Jo Stinnett. Stinnett bjó í smábænum Skidmore í Missouri. Þar búa aðeins 250 manns svo allir þekktu hana. Vinir hennar minnast hennar sem fyrirmyndarnemanda sem elskaði hunda og ketti og fannst gaman að synda og spila Nintendo í náttfatapartýjum. Hún var róleg og góð segja vinirnir. Stinnet var nýgift þegar hún var myrt og ófæddu barni hennar rænt og þótt sextán ár séu liðin er málið bæjarbúum enn í fersku minni. Orðræðan í Skidmore er ólík þeirri sem lögfræðingar hennar halda á lofti og tekið hefur verið undir í skoðanagreinum dagblaða á borð við New York Times. „Ég held að í mörgum þessara skoðanagreina sem eru að birtast, sem fólk er að deila, þá gleymast eiginlega Bobbie Jo og dóttir hennar, mamma hennar og eiginmaður og aðrir fjölskyldumeðlimir og vinir,“ segir Tiffany Kirkland, bekkjarsystir Stinnett, við BBC. Frá útför Stinnetts í desember 2004.Getty/Larry W. Smith Smáatriði og skipulag glæpsins sönnun þess að morðið var úthugsað Randy Strong, lögreglustjórinn í Nodaway-sýslu, segir að vettvangur glæpsins hafi verið svo blóði drifinn að hann og kollegar hans séu enn að glíma við áfallið. Þá verði hann jafnvel enn reiðari þegar hann hugsi um þá staðreynd að það var móðir Stinnett sem kom að henni. „Fólkið sem er að verja Montgomery, ég vildi óska að ég gæti farið með þau aftur í tímann og farið með þau á þennan vettvang. Svo gæti ég sagt: „Horfið á þetta lík.“ Svo myndi ég segja: „Hlustið á þetta símtal mömmu hennar við neyðarlínuna. Þetta er martraðarkennt,““ segir Strong. Margir íbúar í Skidmore vísa í smáatriði og skipulag glæpsins sem sönnun fyrir því að morðið hafi verið úthugsað. Montgomery vingaðist við Stinnett á internetinu undir fölsku nafni. Þá keypti hún vörur til þess að undirbúa sig, meðal annars tæki fyrir heimafæðingar og kynnti sér hvernig ætti að framkvæma keisaraskurð. Strong lögreglustjóri segir Montgomery hafa skipulagt morðið í þaula og haldið áfram að ljúga þar til hún var komin út í horn og gat ekki annað en játað. Móðir Stinnetts og eftirlifandi eiginmaður hennar hafa aldrei tjáð sig opinberlega um málið en dótturinni, sem Montgomery rændi, var komið til föður síns þegar hún fannst. Vinkona Stinnetts, Jena Baumli, segist hafa lesið lýsingar á ofbeldinu sem Montgomery var beitt. Hún segir að hún verði aðallega reið þegar hún lesi slíkt. „Ég er komin með nóg af því að heyra af Lisu Montgomery og hvað hún gekk í gegnum. Það er aldrei fjallað um það sem vinkona mín mátti þola og ég er með þessar myndir í huga mínum af því þegar móðir hennar kom að henni við þessar aðstæður,“ segir Baumli.
Bandaríkin Dauðarefsingar Fréttaskýringar Erlend sakamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent