Fresta aftöku einu konunnar sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 08:18 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP James Hanlon, dómari í Indiana í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að fresta beri aftöku Lisu Montgomery, 52 ára gamallar konu sem var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Montgomery er eina konan sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins og átti að taka hana af lífi síðar í dag með banvænni sprautu. Hún hefði þar með orðið fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæplega sjötíu ár. Það var Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sem skipaði fyrir um aftökuna. Seint í gær úrskurðaði Hanlon að fresta bæri aftökunni á grundvelli andlegrar heilsu Montgomery. Byggir úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skilji ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð Hanlons og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta, að því gefnu að Hæstiréttur Bandaríkjanna blandi sér ekki í málið. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún sé alvarlega veik andlega. Þá hraki andlegri heilsu hennar stöðugt. Vilja lögfræðingar hennar meina að hún hafi verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar megi rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Hanlon dómari ákvað að aftökunni skyldi frestað og hafa fyrirtöku í málinu þar sem það yrði kannað hvort Montgomery sé í andlegu ástandi til að vera tekin af lífi. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Montgomery er eina konan sem er á dauðadeild bandaríska alríkisins og átti að taka hana af lífi síðar í dag með banvænni sprautu. Hún hefði þar með orðið fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæplega sjötíu ár. Það var Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, sem skipaði fyrir um aftökuna. Seint í gær úrskurðaði Hanlon að fresta bæri aftökunni á grundvelli andlegrar heilsu Montgomery. Byggir úrskurðurinn á sönnunargögnum þess efnis að Montgomery skilji ekki rökin að baki þeirri ákvörðun ríkisins að taka hana af lífi. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð Hanlons og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta, að því gefnu að Hæstiréttur Bandaríkjanna blandi sér ekki í málið. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomery og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún sé alvarlega veik andlega. Þá hraki andlegri heilsu hennar stöðugt. Vilja lögfræðingar hennar meina að hún hafi verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar megi rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Hanlon dómari ákvað að aftökunni skyldi frestað og hafa fyrirtöku í málinu þar sem það yrði kannað hvort Montgomery sé í andlegu ástandi til að vera tekin af lífi.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira