Fótbolti

Tveir ís­lenskir strákar á lista yfir leik­mennina sem eiga að „bjarga fram­tíð FCK“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Greinin sem birtist í Ekstra Bladet í desember.
Greinin sem birtist í Ekstra Bladet í desember. skjáskot/ekstra bladet

Tveir ungir íslenskir piltar eru á lista Ekstra Bladet í Danmörku yfir þá leikmenn sem eiga að „bjarga framtíð FCK“, eins og stendur í fyrirsögn blaðsins.

Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK.

Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi.

„Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra.

„Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“

„Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“

Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum.

„FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“

„Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni.

Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×