Telur afstöðu ráðuneytisins í launamáli forstöðumanna ekki í samræmi við lög Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:57 Samkvæmt nýlegu fyrirkomulagi ákveður fjármálaráðherra, sem nú er Bjarni Benediktsson, laun forstöðumanna. Vísir/vilhelm Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja tveimur forstöðumönnum um rökstuðning fyrir launaákvörðun var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða setts umboðsmanns Alþingis í áliti frá 30. desember sem birt var í dag. Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum. Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum.
Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira