NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:30 Stephen Curry og Eric Paschall ánægðir í sigrinum nauma á Toronto Raptors. Getty/Ezra Shaw Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti