Staðfesta að Sex and the City snúi aftur Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2021 07:23 Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis snúa allar aftur. Getty Til stendur að framleiða nýja þáttaröð af Sex and the City. Í nýju þáttaröðinni verða tíu hálftíma langir þættir sem framleiddir eru fyrir streymisveituna HBO Max. Variety greinir frá því að leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis muni allar snúa aftur sem Carrie, Miranda og Charlotte, en Kim Cattrall verður þó fjarri góðu gamni. Mikið hefur verið fjallað um ósætti Cattrall og Parker eftir að framleiðslu Sex and the City kvikmyndanna lauk og hefur Cattrall ítrekað hafnað boðum um að taka að sér hlutverki Samönthu á ný. Nýju þættirnir eru titlaðir „And Just Like That…“ og mun segja frá ástarlífi, vinskap og lífi þeirra Carrie, Miröndu og Charlotte, sem eru nú á sextugsaldri og búa enn í stórborginni New York. Tökur á nýju þáttunum hefjast í vor. Variety segir frá því að Parker, Nixon og Davis munu allar vera í hlutverki aðalframleiðanda þáttanna, ásamt Michael Patrick King. Þær Parker, Nixon og Davis deildu allar sama myndskeiðinu á samfélagsmiðlum í gær, þar sem sterklega var gefið í skyn að von væri á fleiri þáttum. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Darren Star skapaði sjónvarpsþættina Sex and the City sem byggðu á samnefndri bók Candace Bushnell frá árinu 1997. Þættirnir voru á dagskrá HBO frá árinu 1998 til 2004. Árið 2008 og svo 2010 voru svo frumsýndar tvær kvikmyndir um líf kvennanna. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Variety greinir frá því að leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kristin Davis muni allar snúa aftur sem Carrie, Miranda og Charlotte, en Kim Cattrall verður þó fjarri góðu gamni. Mikið hefur verið fjallað um ósætti Cattrall og Parker eftir að framleiðslu Sex and the City kvikmyndanna lauk og hefur Cattrall ítrekað hafnað boðum um að taka að sér hlutverki Samönthu á ný. Nýju þættirnir eru titlaðir „And Just Like That…“ og mun segja frá ástarlífi, vinskap og lífi þeirra Carrie, Miröndu og Charlotte, sem eru nú á sextugsaldri og búa enn í stórborginni New York. Tökur á nýju þáttunum hefjast í vor. Variety segir frá því að Parker, Nixon og Davis munu allar vera í hlutverki aðalframleiðanda þáttanna, ásamt Michael Patrick King. Þær Parker, Nixon og Davis deildu allar sama myndskeiðinu á samfélagsmiðlum í gær, þar sem sterklega var gefið í skyn að von væri á fleiri þáttum. View this post on Instagram A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) Darren Star skapaði sjónvarpsþættina Sex and the City sem byggðu á samnefndri bók Candace Bushnell frá árinu 1997. Þættirnir voru á dagskrá HBO frá árinu 1998 til 2004. Árið 2008 og svo 2010 voru svo frumsýndar tvær kvikmyndir um líf kvennanna.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira