Vilja minnka umferðarhraða á Bústaðavegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 06:45 Frá Bústaðavegi desembermorguninn sem Haraldur Karlsson sá þrjá bíla fara gegn rauðu ljósi. Meirihluti íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vill að umferðarhraði á Bústaðavegi verði minnkaður úr 50 km/klst niður í 30 km/klst. Þetta kemur fram í nýlegri bókun ráðsins en greint er frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tilefni bókunarinnar var bréf sem formanni ráðsins, Dóru Magnúsdóttur, barst frá Haraldi Karlssyni, íbúa í hverfinu þar sem hann lýsti því sem hann varð vitni að að morgni 1. desember síðastliðinn og fjallað var um hér á Vísi. Haraldur sá þá þrjá ökumenn fara yfir á rauðu ljósi við gönguljós sem staðsett eru við Ásgarð. Hann náði myndbandi af því sem gerðist og birti á Twitter. Haraldur sagði atvikið ekkert einsdæmi. Hann búi rétt fyrir ofan Bústaðaveginn og fari reglulega þarna yfir með börnunum sínum. „Það er lágmark í annað hvert skipti sem bíll fer yfir á vel rauðu. Jafnvel þótt maður standi þarna með börn, barnavagn eða sleða,“ sagði Haraldur. Í bréfi sínu til formanns íbúaráðsins segir hann að honum og fjölskyldu blöskri stundum tillitssemi og óvirðing fólks þegar það sér þau nálgast ljósin: „[…] jafnvel alla fjölskylduna með barnavagn og kerru, þá er gefið í til að þurfa ekki að stoppa og bíða í nokkrar sekúndur. Þó að rauða ljósið sé búið að loga í 1, 2, 3 sekúndur – þá er brunað yfir.“ Haraldur fer fram á tafarlausa og umtalsverða minnkun hámarkshraða á Bústaðavegi og aðgerðir til að draga úr umferð um veginn. Meirihluti íbúaráðsins tekur undir áhyggjur hans enda hafi formanni þess margsinnis borist eyrna áhyggjur íbúa, sérstaklega foreldra um mikinn umferðarhraða á Bústaðavegi. Mörg börn fara yfir Bústaðaveg á hverjum degi til æfinga hjá Víkingi í Fossvogsdalnum og þá fer fjöldi unglinga dag hvern úr Fossvoginum í Réttarholtsskóla. Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins, lagðist gegn því að minnka hámarkshraðann að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Hún bókaði að það sem væri aðalástæða mikillar umferðar um Bústaðaveg væri umferðarteppa sem hefði skapast með ljósastýringarþrengingarstefnu meirihlutans. Fólk veigraði sér því við því að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar í borginni.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira