Guðmundur Guðmundsson: Held að enginn í handbolta heiminum nema sjálfur Moustafa vilji hafa áhorfendur Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2021 19:07 Guðmundur landsliðsþjálfari. vísir/getty „Þetta var mjög erfiður fyrri hálfleikur. Við vorum alls ekki góðir fyrir utan seinustu fimm mínúturnar, við vorum mjög óöruggir sóknarlega þar sem menn sóttu á markið með hálfum hug og vorum við að klikka á dauðafærum sem má alls ekki gerast á HM,” sagði Guðmundur um slæman fyrri hálfleik Íslands. Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM. Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Sjá meira
Ísland kom sér inn í leikinn þegar Portúgal fór að spila einum fleiri í sókn sem kom íslenska liðinu á bragðið. „Ég byrjaði á að skamma strákana inni í klefa í hálfleik vegna þess að mér fannst við fara illa að ráði okkar þar sem það vantaði alla grimmd í okkar aðgerðir,” sagði Guðmundur um hálfleiksræðu sína. Guðmundur var himinlifandi hvernig strákarnir nýttu sér viðsnúninginn í seinni hálfleik og gat hann glaðst yfir öllum þáttum leiksins, sókn, vörn og markvörslu. Guðmundur hrósaði Elliða sérstaklega þar sem hann telur mjög mikilvægt að hafa hann til taks, sem kom á daginn þegar Arnar Freyr fékk rautt spjald. Ágúst Elí hefur komið með góða innkomu í liðið í báðum leikjum liðsins á móti Portúgal, Guðmundur vildi ekki tjá sig hvort Ágúst væri orðin númer eitt, en er þó ánægður með innkomur Gústa. „Við þurfum að spila okkar besta leik. Portúgal er með frábært lið, góðar skyttur, frábærir línumenn og miklir líkamlegir yfirburðir sem gerði okkur oft erfitt fyrir. Þeir hafa náð frábærum úrslitum, lögðu meðal annars á móti Frakklandi og Svíþjóð,” sagði Guðmundur um möguleika Íslands í næsta leik á móti Portúgal. Mikil umræða hefur orðið vegna fjölda áhorfenda á leikjum í Egyptalandi sem hefur valdið bæði leikmönnum og þjálfurum áhyggjum komandi inn í mótið. „ Ég vil banna áhorfendur. Ég hreinlega skil ekki þessa hugmynd að leyfa áhorfendur í þessum heimsfaraldri, ég held að enginn í handbolta heiminum nema forseti alþjóða handboltasambandsins geti með nokkrum rökum skilið og eru fáir eða enginn sem styður þessa ákvörðun.” Alexander Petersson var hvíldur í dag og sagði Guðmundur að heilsa hans væri góð og verður klár í HM.
Handbolti HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Leik lokið: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Sjá meira