Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 16:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP en heimildamaður, sem hlustaði á símtal Trumps og eftirlitsmannsins, greindi frá þessu í samtali við The Washington Post. Símtalið átti sér stað einhvern tíma í desember, en Trump gerði aðra tilraun til þess að þrýsta á háttsettann embættismann í Georgíu í byrjun janúar. Þann 2. janúar hringdi Trump í Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og bað hann um að „finna atkvæði“ til að tryggja sér sigur í kosningunum í Georgíu. Hann gaf það í skyn í símtalinu að Raffensperger gæti annars verið sóttur til saka. Á sama tíma og Trump hringdi í eftirlitsmanninn var innanríkisráðuneyti Georgíu að fara yfir 15.000 utankjörfundaratkvæði. Verið var að fara aftur yfir atkvæðin vegna síendurtekinna ásakana forsetans og stuðningsmanna hans um að víðtækt kosningasvindl hafi átt sér stað í Georgíu. Trump hefur til að mynda haldið því fram að hann hafi tapað kosningunni í ríkinu með tæpum 12.000 atkvæðum vegna þess að talningavélarnar, sem notaðar voru í ríkinu, hafi gert mistök við staðfestingu á undirskriftum utankjörfundarkjósenda. Þann 29. desember staðfesti innanríkisráðuneyti Georgíu hins vegar að engin ummerki hafi fundist um kosningasvindl. Háttsettur saksóknari í Georgíu sagði af sér vegna reiði Trumps Fréttastofa The Wall Street Journal greindi einnig frá því í gær að starfsmenn Hvíta hússins hafi neytt Byung J. Pak, aðalsaksóknara Atlantaborgar í Georgíu, til þess að segja af sér. Hann hafi sagt af sér áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram. Hvíta húsið er sagt hafa gripið til þessa ráðs vegna þess að Trump var ósáttur með það að Pak hafi ekki gert nóg til þess að rannsaka ásakanir Trumps um kosningasvindl. Háttsettur starfsmaður dómsmálaráðuneytisins hringdi í Pak, sem var skipaður af forsetanum, að beiðni Trumps kvöldið 3. janúar. Starfsmaður dómsmálaráðuneytisins lýsti því fyrir Pak hve reiður Trump væri yfir því að engin rannsókn væri farin af stað vegna meints kosningasvindls. Trump væri þess vegna að íhuga að reka Pak. Morguninn eftir, 4. janúar, sagði Pak af sér. Það var daginn áður en kosning til öldungadeildar Bandaríkjaþings fór fram í Georgíu. Hann greindi frá því í tölvupósti sem hann sendi samstarfsmönnum sínum að hann segði af sér vegna „ófyrirséðra aðstæðna.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48 Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16 Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
New York Times og CNN segja Ossoff hafa unnið: Demókratar með meirihluta í báðum þingdeildum New York Times og CNN hafa lýst demókratann Jon Ossoff sigurvegara í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu í dag. Þetta þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í báðum deildum bandaríska þingsins. 6. janúar 2021 21:48
Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. 6. janúar 2021 11:16
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45