Segist uggandi að konur fari nú í fyrstu skimun við brjóstakrabbameini um fimmtugt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 12:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segist hugsi yfir því að breytingar á skimun fyrir brjóstakrabbameini hafi verið seinkað. Vísir/Getty Konum verður ekki lengur boðið í skimun fyrir brjóstakrabbameini við fertugt heldur verður boðið í fyrstu skimun við fimmtugt. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður viðreisnar segir það skjóta skökku við, en tilmæli Landlæknis og Fagráðs um brjóstakrabbamein eru að skimun hefjist við 45 ára aldur. Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg. Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Í byrjun árs voru þær breytingar gerðar að krabbameinsskimanir á Íslandi, sem áður fóru fram hjá Krabbameinsfélaginu, voru færðar á hendi heilsugæslnanna. Hingað til hefur konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið í skimun fyrir krabbameini í brjóstum en nú verður konum á aldrinum 50-74 ára boðið í skimun. „Auðvitað er jákvætt að konum sé boðin þessi þjónusta lengur en verið hefur,“ segir Þorbjörg. Hún segir hins vegar neikvætt að yngri konur missi þessa þjónustu. Fram kemur á vef Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur, að brjóstakrabbamein sé algengasta krabbameinið hjá konum. Á árunum 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Þorbjörg segir það lágmarkskröfu að stjórnvöld rökstyðji þessar breytingar. Flestar konur þekki veruleika brjóstakrabbameins, hve mikið sé undir og miklir hagsmunir. „Eitthvað sem eðlilega vekur upp spurningar og jafnvel kvíða og ótta. Þá hlýtur það að vera lágmarks krafa til stjórnvalda að þetta sé kynnt með þeim hætti að konur geti verið í einhverri vissu með það að þetta hafi ekki í för með sér neikvæð áhrif á þeirra stöðu,“ segir Þorbjörg. Þá vekur Kraftur einnig athygli á því að biðtími eftir klínískum brjóstaskoðunum í kjölfar skimunar er of langur. Samkvæmt evrópskum stöðlum á biðtími fyrir konur vegna einkenna að vera 5 dagar en biðtíminn hér á landi eru jafnan 5-6 vikur. „Ég verð að viðurkenna að það fór um mig, mér finnst þessar fréttir óþægilegar og maður gerir ráð fyrir að það séu rök þarna á baki. Ég myndi halda að konur og allur almenningur eigi rétt á því þegar verið er að færa aldursviðmiðið upp um heil tíu ár þá fylgi því almennileg kynning um það hvað býr þarna að baki og með hvaða hætti staða kvenna sé jafn góð á eftir,“ segir Þorbjörg.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Fokk ég er með krabbamein Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15 Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31 Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 8. janúar 2021 08:15
Afskrifaði yfir áttatíu milljóna skuldir krabbameinsveikra skjólstæðinga Krabbameinslæknir í Bandaríkjunum hefur afskrifað hátt í 650.000 dollara skuldir tvö hundruð sjúklinga sinna. Hann tók ákvörðunina eftir að hann komst að því hve margir þeirra ætti í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins, sem komið hefur afar illa niður á Bandaríkjamönnum. 5. janúar 2021 23:31
Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. 28. desember 2020 22:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent