Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2021 14:22 Þrettán hafa verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum eftir árásina á miðvikudag. Getty/Kent Nishimura Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Á meðal þess sem fram er komið eru upplýsingar um mann sem lýsti því yfir að hann vildi skjóta Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hafi komið til Washington degi áður en stuðningsmannafundurinn fór fram og sagði vinum og vandamönnum að hann vildi „skjóta eða keyra yfir“ Pelosi. Í einum smáskilaboðum sem hann er sagður hafa sent lýsti hann því yfir að hann væri að íhuga að „setja kúlu í hausinn á Pelosi í beinni útsendingu“ og hann hefði tekið með sér „heilan haug“ af skotvopnum. Nancy Pelosi var viðstödd fundinn á miðvikudag þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden með formlegum hætti. Það tókst þó ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar eftir að hópurinn réðst inn í þinghúsið.Getty/Drew Angerer Maðurinn hefur verið ákærður og nafngreindur. Hann heitir Cleveland Grover Meredith Jr. og hefur hann verið ákærður fyrir hótanir og vörslu óskráðra skotvopna. Hann verður leiddur fyrir dómara í næstu viku og er í haldi lögreglu þangað til. Annar maður, Lonnie Leroy Coffman, kom til Washington frá Alabama á pallbíl þar sem finna mátti ellefu heimatilbúnar sprengjur, árásarriffil og skammbyssu. Hann er sagður hafa lagt bílnum tveimur götum frá þinghúsinu á miðvikudag án athugasemda frá lögreglu samkvæmt saksóknurum. Sprengjusveit kom auga á bílinn eftir að óeirðir brutust út. Coffman sagði lögreglu að hann hefði fyllt krukkur af bræddu frauðplasti og bensíni og telja rannsakendur blönduna geta leitt til mikillar sprengingar. Sá hefur einnig verið ákærður, en alls hafa þrettán verið ákærðir fyrir brot á alríkislögum samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í gær var greint frá því að maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi hefði verið handtekinn og ákærður.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37