Bandaríkjamaðurinn var á leið niður brautina er hann undir lokin missti stjórn á skíðunum og lenti á miklum hraða á öryggisnetinu.
Myndir frá atvikinu sýndu Ford liggja kylliflatan en sjúkraliðar voru fljótir til og hlúðu að sárum hans. Þyrla kom svo skömmu síðar og flaug með hann burt.
Samkvæmt norska miðlinum TV2 segja þeir frá því að Ford sé nú kominn á sjúkrahús í bænum þar sem hann gengst undir skoðun á höfði og líkama.
Hann er með meðvitund en þetta er ekki eina slysið á mótinu. Tveir af efnilegri skíðamönnum Noregs slösuðu sig einnig í gær. Þeir Lucas Braathen og Atle Lie McGrath en þeir verða væntanlega báðir frá út leiktíðina.
Þetta er sextánda heimsbikarmótið á tímabilinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Dramáticas imágenes: el estadounidense Tommy Ford, evacuado en helicóptero tras golpearse en la cabeza por una fuerte caída en el eslalon gigante de Adelboden https://t.co/aMcdsFoGWa pic.twitter.com/83iqqwYZwy
— MARCA Polideportivo (@MarcaTMF) January 9, 2021