Eigandi Sporthússins segir reksturinn ekki standa undir sér: „Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 20:26 Líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum þann 13. janúar. VÍSIR Eigandi Sporthússins segir rýmkun á sóttvarnareglum hjálpa við að lágmarka tjónið sem líkamsræktarstöðvar hafa orðið fyrir. Reksturinn standi þó ekki undir sér. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að líkamsræktarstöðvum verði heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum miðvikudaginn 13. janúar. Þröstur Jón Sigurðsson er eigandi Sporthússins. „Ég er glaður að fá að opna, gera eitthvað og taka á móti fólki en var að sjálfsögðu að vona að maður fengi meira svigrúm og gæti opnað tækjasalinn aftur.“ Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar fagnar einnig rýmkuðum reglum. „Þau leggjast vel í mig. Það er ánægjulegt að fá að opna aftur eftir þriggja mánaðar lokun þannig það er bara hið besta mál.“ Svona hafa líkamsræktarstöðvar verið síðustu mánuði, mannlausar.vísir/getty Reglurnar skjóti skökku við Þröstur segir sumar reglur skjóta skökku við. „Ég skil ekki alveg rökin á bak við það að búningsklefar í sundlaugum megi vera opnir en ekki í líkamsræktarstöðvum,“ segir Þröstur. „Það er verið að heimila nánast allar íþróttir með snertingu og fleira en tækjasalir mega ekki opna. Ég skil þetta ekki alveg.“ Björn Leifsson, eigandi World Class hefur gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir og telur líkamsræktarstöðvar vel í stakk búnar til að sinna sóttvörnum. Þungur róður Þröstur segir reksturinn ekki standa undir sér. „Reksturinn stendur ekki undir sér en þetta verður kannski betra en þegar allt var lokað. Þetta hjálpar við að lágmarka tjónið eða minnka það. Eins að svara viðskiptavinum og starfsmönnum þetta er orðið svolítið erfitt fyrir marga að geta ekki komið til vinnu og sótt sitt annað heimili, því líkamsræktarstöðvar eru fyrir marga þeirra anað heimili,“ segir Þröstur. Ágústa segir gott að þurfa ekki að bíða lengur. „Þetta er eins og það er. Við erum auðvitað í heimsfaraldri og það er ekkert við því að segja. Við þurfum bara að gera það besta í þessari stöðu sem við erum í og það er mjög ánægjulegt að við fáum að opna aftur. Við erum komin með grænt ljós frá sóttvarnalækni og höfum beðið eftir því mjög spennt.“ „Það er betra að það sé núna heldur en að maður þurfi að bíða lengur. Það er enn janúar og við skipuleggjum okkar starf eins vel og við getum þannig að við getum fengið okkar meðlimi og leyft fólki að komast á góða æfingu og stuðla að sinni góðu heilsu,‘‘ segir Ágústa. Rætt var við Ágústu í kvöldfréttum Stöðvar2 í dag. Viðskiptavinir spenntir Hún segir hljóðið í viðskiptavinum gott. „Við höfum fengið mikil viðbrögð í dag og fólk er spennt að komast á sín námskeið og í sína tíma. Við erum bara á fullu að skipuleggja þetta allt saman og koma þessu í gott horf fyrir miðvikudaginn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilsa Tengdar fréttir Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. 8. janúar 2021 12:20
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent