Bestu miðherjarnir mætast í Fíladelfíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2021 10:30 Joel Embiid og Nikola Jokic leiða saman hesta sína í kvöld. getty/Mitchell Leff Það er engum ofsögum sagt að Nikola Jokic og Joel Embiid séu tveir af bestu miðherjum NBA, og kannski þeir tveir bestu, sérstaklega ef Anthony Davis, leikmaður Los Angeles Lakers, er flokkaður sem kraftframherji frekar en miðherji. Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Burtséð frá því eigast þeir Jokic og Embiid við þegar Philadelphia 76ers tekur á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Þótt Denver hafi ekki farið vel af stað á tímabilinu hefur Jokic leikið vel og slegið upp frábærri tölfræði. Serbinn er með þrefalda tvennu að meðaltali í leik í vetur; 25,9 stig, 11,6 fráköst og 10,9 stoðsendingar. Hann er ellefti stigahæsti leikmaður NBA, sjötti frákastahæsti og þriðji stoðsendingahæsti. Þá er Jokic með 30,1 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það mesta í NBA. Tölfræðin sem Embiid hefur boðið upp á í vetur er heldur ekkert slor. Hann er með 24,6 stig, 11,8 fráköst, 3,3 stoðsendingar og 1,8 varin skot að meðaltali í leik. Þá er Embiid einn besti varnarmaðurinn í NBA. Skotnýting þeirra Jokic og Embiids er einnig til mikillar fyrirmyndar. Embiid er með 52,5 skotnýtingu, 45,8 prósent þriggja stiga nýtingu og 83,3 prósent vítanýtingu. Á meðan er Jokic með 57,6 prósent skotnýtingu, 44,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 78,2 prósent vítanýtingu. Á meðan Denver, sem komst alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur gengið brösuglega það sem af er vetri virðist allt vera í lukkunnar vel standi hjá Philadelphia á fyrsta tímabili liðsins undir stjórn Doc Rivers. Hundrað prósent á heimavelli Philadelphia er á toppnum í Austurdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA; sjö sigra og aðeins tvö töp. Philadelphia hefur unnið alla fimm heimaleiki sína á tímabilinu. Liðið var einnig með frábæran árangur á heimavelli á síðasta tímabili; 31 sigur og aðeins fjögur töp. Philadelphia verður án skyttunnar öflugu, Seth Curry, sem er með kórónuveiruna. Þá er Michael Porter yngri, þriðja hjólið undir Denver-vagninum, meiddur og verður ekki með í kvöld. Leikur Philadelphia 76ers og Denver Nuggets hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira