Fóru á leik Raptors og Pacers en horfðu á Lakers gegn Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2021 15:41 Anthony Davis sækir að Jayson Tatum í leik Los Angeles Lakers á móti Boston Celtics en til hliðar er Justin Shouse. Samsett mynd Kjartan Atli Kjartansson bauð upp á nýjung í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi en þar fóru NBA þríburarnir svokölluðu yfir öll liðin í NBA-deildinni. „Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Sportið í dag Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira
„Það er sérstök viðhafnarútgáfa hjá okkur núna. Við ætlum að rýna í það sem hefur gerst til þessa, hvað hefur komið á óvart, hvað hefur ekki komið á óvart og svo framvegis. Við ætlum að reyna líka að spá fyrir um framtíðina og hvernig þetta muni allt þróast,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi þáttar en hann var ekki með Henry Birgi Gunnarsson eða Ríkharð Óskar Guðnason með sér í þessari sérstöku NBA-útgáfu af Sportinu í dag. „Ég kalla okkur NBA-þríburana því með mér í dag eru tvíburarnir Einir og Birkir Guðlaugssynir sem ólust upp með mér í Garbænum. Þeir vita allt um NBA-deildina og eru tvíburabræður en ekkert líkir,“ sagði Kjartan Atli. Þeir þrír halda heldur ekki með sama liðinu. Kjartan Atli heldur með Boston Celtics, Birkir heldur með Los Angeles Lakers og Einir á sér ekki lengur eitt uppáhaldslið þrátt fyrir að hafa verið mikill Chicago Bulls maður einu sinni. „Þegar þið farið að rífast um gömlu stórveldin þá ætla ég að vera Sameinuðu þjóðirnar,“ sagði Einir Guðlaugsson léttur. „Við ætlum að gera þetta þannig að við ætlum að fara yfir hvert einasta lið í NBA-deildinni, hvar það stendur og hvað sé að koma þeim á óvart. Við ætlum að bera árangur liðanna núna saman við það sem Las Vegas veðbankarnir bjuggust við,“ sagði Kjartan Atli um innihald þáttarins í dag en hann má finna allan hér fyrir neðan. Kjartan Atli sagði líka frá því frá því í hlaðvarpinu Sportið í dag að hann og Justin Shouse hafi farið saman á leik Toroto Raptors og Indiana Pacers á síðustu leiktíð, en þó hafi félagarnir horft á annan NBA-leik í sjónvarpi á bar inni í höllinni í Toronto. Kjartan Atli er mikill stuðningsmaður Boston Celtics og Justin Shouse er annálaður Los Angeles Lakers-maður. Leikur stórveldanna gömlu var að klárast á meðan leikur Toronto og Indiana var í gangi. Kjartan og Justin völdu að klára frekar á leik sinna liða en að horfa á leikinn sem þeir borguðu sig inn á. „Við náðum leik á síðustu leiktíð, í Tornto, tveim vikum áður en NBA var lokað [vegna Kórónuveirufaraldursins],“ útskýri Kjartan Atli og hélt áfram: „Við sátum, við Shouse, á bar inni í höllinni. Það var NBA-leikur í gangi í höllinni en við þurftum að klára leikinn,“ útskýrði Kjartan hlæjandi. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Sportið í dag Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Sjá meira