Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2021 12:28 Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“ Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“
Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30