Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2021 08:54 Í kjölfar óreiðanna var girðing reist í kringum þinghúsið og á hún að standa í minnst 30 daga. AP/John Minchillo Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Báðum boðum var hafnað. Skömmu eftir að seinna boðinu var hafnað höfðu óeirðarseggir brotið sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember og ráfuðu þeir þar um, frömdu skemmdarverk og stálu jafnvel heilum húsgögnum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar höfðu mótmælendurnir undirbúið mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir þeirra höfðu sagst ætla að ráðast á þinghúsið. Fjórir mótmælendur dóu, þar af einn sem var skotinn til bana af löggæslumanni, og einn lögregluþjónn lést af sárum sem hann er sagður hafa hlotið í átökum við óeirðaseggi. Hér má sjá samantekt Washington Post þar sem farið er yfir aðdraganda óeirðanna og hvernig svo gat farið. Óeirðirnar og það hvernig lögreglan tapaði stjórn þinghússins hefur vakið spurningar um öryggi á svæðinu og sömuleiðis um það hvernig tekið var á stuðningsmönnum Trumps, samanborið við það hvernig viðbrögðum þeldökkir mótmælendur hafa fengið frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Óeirðarseggirnir fengu að ráfa um þingið í margar klukkustundir áður en lögreglan, með aðstoð annarra embætta, náði aftur tökum á þinghúsinu. Þá voru einungis þrettán óeirðaseggir handteknir, þó mun fleiri hafi verið handteknir síðan þá. Í samtali við Washington Post spyr öldungadeildarþingmaðurin Lindsey Graham hvernig ástandið hefði orðið svona. „Þeir hefðu getað sprengt bygginguna upp. Þeir hefðu getað drepið okkur öllu,“ sagði Graham. Steven A. Sund, yfirmaður lögreglu þingsins, sagði í gær að lögreglan hefði undirbúið sig fyrir mótmæli. Í staðinn hefðu lögregluþjónar staðið frammi fyrir glæpsamlegum óeirðum. Yfirmaður félags lögregluþjóna þingsins segir þó að yfirmenn lögreglunnar hafi klúðrað undirbúningi og því hafi lögregluþjónar verið bornir ofurliði. Sund hefur nú sagt af sér vegna þrýstings frá þingmönnum og sömuleiðis hafa öryggisstjórar beggja deilda þingsins sagt af sér vegna óeirðanna. Þingmenn og fjölmargir aðrir hafa kallað eftir því að Trump verði komið frá völdum, áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar. Hefur hann verið sakaður um að valda óeirðunum með áróðri sínum um forsetakosningarnar og ásökunum um að svindlað hafi verið á honum. Skömmu fyrir óeirðirnar hélt Trump baráttufund þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að sækja að þinghúsinu. Á fundinum fóru hann og bandamenn hans hörðum orðum um þingmenn og kosningarnar sem þeir voru að staðfesta. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur kallað eftir því að Mike Pence, varaforseti, beiti 25. ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Það ákvæði segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforsetinn við. Pelosi sagði Pence að grípa fljótt til aðgerða, annars myndu Demókratar kæra hann aftur fyrir embættisbrot. „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt í gær. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8. janúar 2021 08:20 Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8. janúar 2021 00:15 Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. 7. janúar 2021 21:41 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Báðum boðum var hafnað. Skömmu eftir að seinna boðinu var hafnað höfðu óeirðarseggir brotið sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember og ráfuðu þeir þar um, frömdu skemmdarverk og stálu jafnvel heilum húsgögnum. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar höfðu mótmælendurnir undirbúið mótmælin opinberlega á samfélagsmiðlum og margir þeirra höfðu sagst ætla að ráðast á þinghúsið. Fjórir mótmælendur dóu, þar af einn sem var skotinn til bana af löggæslumanni, og einn lögregluþjónn lést af sárum sem hann er sagður hafa hlotið í átökum við óeirðaseggi. Hér má sjá samantekt Washington Post þar sem farið er yfir aðdraganda óeirðanna og hvernig svo gat farið. Óeirðirnar og það hvernig lögreglan tapaði stjórn þinghússins hefur vakið spurningar um öryggi á svæðinu og sömuleiðis um það hvernig tekið var á stuðningsmönnum Trumps, samanborið við það hvernig viðbrögðum þeldökkir mótmælendur hafa fengið frá yfirvöldum í Bandaríkjunum. Óeirðarseggirnir fengu að ráfa um þingið í margar klukkustundir áður en lögreglan, með aðstoð annarra embætta, náði aftur tökum á þinghúsinu. Þá voru einungis þrettán óeirðaseggir handteknir, þó mun fleiri hafi verið handteknir síðan þá. Í samtali við Washington Post spyr öldungadeildarþingmaðurin Lindsey Graham hvernig ástandið hefði orðið svona. „Þeir hefðu getað sprengt bygginguna upp. Þeir hefðu getað drepið okkur öllu,“ sagði Graham. Steven A. Sund, yfirmaður lögreglu þingsins, sagði í gær að lögreglan hefði undirbúið sig fyrir mótmæli. Í staðinn hefðu lögregluþjónar staðið frammi fyrir glæpsamlegum óeirðum. Yfirmaður félags lögregluþjóna þingsins segir þó að yfirmenn lögreglunnar hafi klúðrað undirbúningi og því hafi lögregluþjónar verið bornir ofurliði. Sund hefur nú sagt af sér vegna þrýstings frá þingmönnum og sömuleiðis hafa öryggisstjórar beggja deilda þingsins sagt af sér vegna óeirðanna. Þingmenn og fjölmargir aðrir hafa kallað eftir því að Trump verði komið frá völdum, áður en hann lætur af embætti þann 20. janúar. Hefur hann verið sakaður um að valda óeirðunum með áróðri sínum um forsetakosningarnar og ásökunum um að svindlað hafi verið á honum. Skömmu fyrir óeirðirnar hélt Trump baráttufund þar sem hann hvatti stuðningsmenn sína til að sækja að þinghúsinu. Á fundinum fóru hann og bandamenn hans hörðum orðum um þingmenn og kosningarnar sem þeir voru að staðfesta. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur kallað eftir því að Mike Pence, varaforseti, beiti 25. ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Það ákvæði segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforsetinn við. Pelosi sagði Pence að grípa fljótt til aðgerða, annars myndu Demókratar kæra hann aftur fyrir embættisbrot. „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt í gær.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8. janúar 2021 08:20 Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8. janúar 2021 00:15 Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. 7. janúar 2021 21:41 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Annar ráðherra í ríkisstjórn Trumps segir af sér Betsy DeVos, menntamálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skilað inn afsögn sinni til Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þrettán dögum fyrir embættistöku nýs forseta. DeVos segir að aðkoma Trumps hafi skipt sköpum varðandi það að æstur múgur hafi ráðist inn í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. 8. janúar 2021 08:20
Trump kominn aftur á Twitter og fordæmir árásina í myndbandi Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er kominn aftur með aðgang að Twitter-reikningi sínum eftir að lokað var á hann í gærkvöldi. Hann birti nú skömmu eftir miðnætti myndband, þar sem hann fordæmir árásina á þinghúsið. 8. janúar 2021 00:15
Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. 7. janúar 2021 21:41
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11