Bikarleikur Aston Villa og Liverpool á að fara fram í kvöld og á leikurinn að vera í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Það er hins vegar kórónuveirusmit í herbúðum Aston Villa og óvíst hvort að leikurinn fari yfirhöfuð fram en Villa vann 7-2 sigur á Liverpool í október.
Celta Vigo og Villareal, guli kafbáturinn, mætast svo klukkan 19.55 á Stöð 2 Sport 4 en einnig má finna Sentry Tournament of Champions á Stöð 2 Golf klukkan 23.00.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.