Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Vésteinn Örn Pétursson og Sylvía Hall skrifa 7. janúar 2021 03:25 Donald Trump ávarpaði mótmælafundinn í dag. Nokkrum klukkustundum síðar hafði hópur viðstaddra ruðst inn í þinghúsið og hófst í kjölfarið ótrúleg atburðarás, bæði í þingsal og á samfélagsmiðlum. Getty/Tasos Katopodis Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Viðbúnaður lögreglu var í engu samræmi við fjölda mótmælenda, og tókst æstum múg að komast í gegn um varnargirðingar og að húsinu. Þar voru gluggar brotnir og hópur fólks flæddi inn í þinghúsið. Pro-Trump rioters shatter a window at the US Capitol and enter the building https://t.co/CTcQcGiLQs pic.twitter.com/4RDKGz6uDo— CNN (@CNN) January 6, 2021 Hér að neðan má sjá myndband af því þegar þingsalurinn var rýmdur eftir að fólkið braut sér leið inn í húsið. WATCH: The U.S. Senate recessed its Electoral College vote count as the Capitol locks down with lawmakers inside.Earlier, Trump supporters breached the Capitol barricades pic.twitter.com/Y3KXgBEuDf— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) January 6, 2021 Þingmönnum komið á öruggan stað Þingmönnum var komið í öruggt skjól fljótlega eftir að múgurinn braut sér leið inn í húsið. Fengu þeir leiðbeiningar frá lögreglu um að halda sig á gólfinu og búa sig undir að nota gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift inni í þinghúsinu. Þá bárust fréttir af því að vopnaðir verðir hefðu skotið konu sem var á meðal þeirra sem reyndu að brjóta sér leið inn í þingsal. Hún hlaut áverka á hálsi og var flutt á brott með sjúkrabíl, þar sem endurlífgunartilraunir voru gerðar á henni. Seinna í kvöld var greint frá því að konan hefði látist af sárum sínum. WASHINGTON (AP) — AP source: 1 person shot at US Capitol amid melee with Trump supporters; condition unknown.— Jill Colvin (@colvinj) January 6, 2021 Léku lausum hala í þinghúsinu Múgurinn sem komst inn í þinghúsið vafraði um bygginguna og fór inn á skrifstofur ýmissa hátt settra leiðtoga í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Myndir innan úr þinghúsinu sýna fólkið tylla sér í sæti á skrifstofum þingmanna og standa í ræðustól þingsalarins. pic.twitter.com/3fqJYouuLT— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 Þjóðvarðliðið kallað út Þjóðvarðlið Virginíu var kallað út að skipun ríkisstjóra Virginíu, sem sendi einnig aukamannskap lögreglumanna, þegar ljóst varð að lögregla í Washington réði ekki við ástandið. Skömmu áður höfðu borist fréttir af því að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði neitað að senda þjóðvarðlið Washington DC á vettvang. Það virðist síðan hafa breyst, þar sem fregnir bárust af því að Donald Trump forseti hefði fyrirskipað að þjóðvarðliðið frá Washington DC yrði sent á vettvang. Mótmælendur við þinghúsið skiptu þúsundum. Mótmælin voru langt frá því að vera friðsamleg, þar sem múgur braut sér leið inn í þinghúsið.Samuel Corum/Getty Ógnuðu lögreglu og fjölmiðlum Það kom þó ekki einungis til átaka inni í þinghúsinu. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að lögregla og mótmælendur hafi tekist á. Lögregla er meðal annars sögð hafa beitt reyk- og leiftursprengjum til að tvístra hópi mótmælenda. Þrátt fyrir að lögregla virðist vera að draga úr spennunni og ná einhvers konar stjórn á ástandinu hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum ítrekað greint frá því að búist sé við áframhaldandi óeirðum fram á kvöld, og jafnvel að þær muni ágerast eftir því sem líður á kvöldið. Þá greina ýmsir fjölmiðlamenn sem voru við þinghúsið frá því að aðsúgur hafi verið gerður að þeim af reiðum múg. Þeir hafi verið kallaðir öllum illum nöfnum og búnaður þeirra tekinn og skemmdur. Shomari Stone, fréttamaður NBC, greinir meðal annars frá því að fólkið hafi ítrekað hrópað að honum að Donald Trump segði að fjölmiðlar væru „óvinir fólksins“. „Þau eyðilögðu búnað og eltu fréttamenn uppi. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum tuttugu ára ferli,“ skrifar Stone á Twitter. BREAKING. Mob of Trump supporters swarm the media near the US Capitol. They yell what Trump frequently says, “the media is the enemy of the people.” They destroy equipment and chased out reporters. I’ve never seen anything like this in my 20 year career: @nbcwashington @MSNBC pic.twitter.com/3VLC07JQR2— Shomari Stone (@shomaristone) January 6, 2021 Biden fordæmdi athæfið Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp í beinni útsendingu í kvöld vegna málsins. Ávarpið hafði þegar verið sett á dagskrá, og átti að fjalla um efnahagsmál, en sökum tíðinda kvöldsins tók það aðra stefnu. „Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. Biden sagði þá að atburðir kvöldsins endurspegluðu ekki hina raunverulegu Ameríku í hans huga. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn enn fremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“ „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi þá frá sér ávarp sem spilað var á upptöku á helstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna, en einnig birt á Twitter síðu hans. Hann sagði mótmælendum að fara heim, en af orðum hans mátti þó ráða að hann væri á sama máli og þeir. „Ég þekki sársauka ykkar. Hér voru kosningar og þeim var stolið af okkur. Þetta voru yfirburðakosningar og allir vita það, sérstaklega hin hliðin. En þið verðið að fara heim núna. Við verðum að halda friðinn,“ sagði fráfarandi Bandaríkjaforseti í myndbandinu. Þá bað hann mótmælendur um að virða lög og reglur og þá löggæslumenn sem voru á svæðinu. „Þetta er erfiður tími. Það hefur aldrei verið tími eins og þessi áður, þar sem svona hlutur getur gerst – þar sem þau geta tekið þetta frá okkur öllum. Frá mér, frá þér, frá landinu okkar,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta voru sviksamlegar kosningar en við getum ekki spilað þetta upp í hendurnar á þessu fólki. Við verðum að halda friðinn. Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök.“ Og Twitter sagði stopp Myndbandið fékk þó ekki að lifa lengi, en nokkrum klukkustundum síðar hafði Twitter fjarlægt það ásamt tveimur öðrum færslum. Voru skilaboð forsetans talin hvetja til ofbeldis, en þau innihéldu órökstuddar fullyrðingar um kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum. Sú ákvörðun Twitter þykir ansi merkileg í ljósi þess að samskiptamiðillinn hefur verið í miklu uppáhaldi hjá forsetanum, sem virðist tísta um hvað sem er, hvenær sem er. Við venjulegar kringumstæður væri fylgst grannt með tístum frá Trump á meðan þingmenn ræða úrslit kosninganna en nú ríkir grafarþögn, á sama tíma og hver þingmaðurinn á fætur öðrum stígur í pontu og tekur afstöðu gegn málflutningi forsetans. Og Twitter var ekki eini miðillinn sem tók færslur forsetans til skoðunar. Facebook tilkynnti að tvær færslur hans væru til skoðunar í sólarhring þar sem þær brytu gegn viðmiðum miðilsins. Á meðan sú skoðun stæði yfir gæti hann ekki birt nýjar færslur. We've assessed two policy violations against President Trump's Page which will result in a 24-hour feature block, meaning he will lose the ability to post on the platform during that time.— Facebook Newsroom (@fbnewsroom) January 7, 2021 „Aðför að lýðræðinu“ Heimsbyggðin fylgdist með atburðarásinni í Washington og voru stjórnmálaleiðtogar engin undantekning. Fjölmargir tjáðu sig um stöðu mála og sögðu atburðina vera aðför að lýðræðinu. „Við erum að verða vitni að óhugnanlegu ofbeldi í Washington DC,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Twitter í kvöld og ítrekaði mikilvægi þess að frelsi og lýðræðið yrði virt. Fleiri tóku í sama streng og sögðu þetta aðför að lýðræðinu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, virtist furða sig á ávarpi Trump og viðbrögðum hans. „Já; þetta er ávarp frá hinum raunverulega forseta. Ekki falsað,“ skrifar Ólafur Ragnar á Twitter. Yes; this is a statement by the real POTUS. Not a fake! https://t.co/0XubXpabwL— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) January 6, 2021 Atburðarásin í vaktinni:
Þúsundir mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í kvöld og múgur hliðhollur Trump braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Kona úr þeirra hópi var skotin inni í þinghúsinu og lést stuttu síðar af sárum sínum. Innan veggja þinghússins voru báðar deildir Bandaríkjaþings saman komnar til þess að fara yfir og staðfesta atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember og staðfesta endanlega sigur Joes Biden í kosningunum. Viðbúnaður lögreglu var í engu samræmi við fjölda mótmælenda, og tókst æstum múg að komast í gegn um varnargirðingar og að húsinu. Þar voru gluggar brotnir og hópur fólks flæddi inn í þinghúsið. Pro-Trump rioters shatter a window at the US Capitol and enter the building https://t.co/CTcQcGiLQs pic.twitter.com/4RDKGz6uDo— CNN (@CNN) January 6, 2021 Hér að neðan má sjá myndband af því þegar þingsalurinn var rýmdur eftir að fólkið braut sér leið inn í húsið. WATCH: The U.S. Senate recessed its Electoral College vote count as the Capitol locks down with lawmakers inside.Earlier, Trump supporters breached the Capitol barricades pic.twitter.com/Y3KXgBEuDf— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) January 6, 2021 Þingmönnum komið á öruggan stað Þingmönnum var komið í öruggt skjól fljótlega eftir að múgurinn braut sér leið inn í húsið. Fengu þeir leiðbeiningar frá lögreglu um að halda sig á gólfinu og búa sig undir að nota gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift inni í þinghúsinu. Þá bárust fréttir af því að vopnaðir verðir hefðu skotið konu sem var á meðal þeirra sem reyndu að brjóta sér leið inn í þingsal. Hún hlaut áverka á hálsi og var flutt á brott með sjúkrabíl, þar sem endurlífgunartilraunir voru gerðar á henni. Seinna í kvöld var greint frá því að konan hefði látist af sárum sínum. WASHINGTON (AP) — AP source: 1 person shot at US Capitol amid melee with Trump supporters; condition unknown.— Jill Colvin (@colvinj) January 6, 2021 Léku lausum hala í þinghúsinu Múgurinn sem komst inn í þinghúsið vafraði um bygginguna og fór inn á skrifstofur ýmissa hátt settra leiðtoga í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Myndir innan úr þinghúsinu sýna fólkið tylla sér í sæti á skrifstofum þingmanna og standa í ræðustól þingsalarins. pic.twitter.com/3fqJYouuLT— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 Þjóðvarðliðið kallað út Þjóðvarðlið Virginíu var kallað út að skipun ríkisstjóra Virginíu, sem sendi einnig aukamannskap lögreglumanna, þegar ljóst varð að lögregla í Washington réði ekki við ástandið. Skömmu áður höfðu borist fréttir af því að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði neitað að senda þjóðvarðlið Washington DC á vettvang. Það virðist síðan hafa breyst, þar sem fregnir bárust af því að Donald Trump forseti hefði fyrirskipað að þjóðvarðliðið frá Washington DC yrði sent á vettvang. Mótmælendur við þinghúsið skiptu þúsundum. Mótmælin voru langt frá því að vera friðsamleg, þar sem múgur braut sér leið inn í þinghúsið.Samuel Corum/Getty Ógnuðu lögreglu og fjölmiðlum Það kom þó ekki einungis til átaka inni í þinghúsinu. Fjölmiðlar vestan hafs greina frá því að lögregla og mótmælendur hafi tekist á. Lögregla er meðal annars sögð hafa beitt reyk- og leiftursprengjum til að tvístra hópi mótmælenda. Þrátt fyrir að lögregla virðist vera að draga úr spennunni og ná einhvers konar stjórn á ástandinu hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum ítrekað greint frá því að búist sé við áframhaldandi óeirðum fram á kvöld, og jafnvel að þær muni ágerast eftir því sem líður á kvöldið. Þá greina ýmsir fjölmiðlamenn sem voru við þinghúsið frá því að aðsúgur hafi verið gerður að þeim af reiðum múg. Þeir hafi verið kallaðir öllum illum nöfnum og búnaður þeirra tekinn og skemmdur. Shomari Stone, fréttamaður NBC, greinir meðal annars frá því að fólkið hafi ítrekað hrópað að honum að Donald Trump segði að fjölmiðlar væru „óvinir fólksins“. „Þau eyðilögðu búnað og eltu fréttamenn uppi. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum tuttugu ára ferli,“ skrifar Stone á Twitter. BREAKING. Mob of Trump supporters swarm the media near the US Capitol. They yell what Trump frequently says, “the media is the enemy of the people.” They destroy equipment and chased out reporters. I’ve never seen anything like this in my 20 year career: @nbcwashington @MSNBC pic.twitter.com/3VLC07JQR2— Shomari Stone (@shomaristone) January 6, 2021 Biden fordæmdi athæfið Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp í beinni útsendingu í kvöld vegna málsins. Ávarpið hafði þegar verið sett á dagskrá, og átti að fjalla um efnahagsmál, en sökum tíðinda kvöldsins tók það aðra stefnu. „Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. Biden sagði þá að atburðir kvöldsins endurspegluðu ekki hina raunverulegu Ameríku í hans huga. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn enn fremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“ „Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi þá frá sér ávarp sem spilað var á upptöku á helstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna, en einnig birt á Twitter síðu hans. Hann sagði mótmælendum að fara heim, en af orðum hans mátti þó ráða að hann væri á sama máli og þeir. „Ég þekki sársauka ykkar. Hér voru kosningar og þeim var stolið af okkur. Þetta voru yfirburðakosningar og allir vita það, sérstaklega hin hliðin. En þið verðið að fara heim núna. Við verðum að halda friðinn,“ sagði fráfarandi Bandaríkjaforseti í myndbandinu. Þá bað hann mótmælendur um að virða lög og reglur og þá löggæslumenn sem voru á svæðinu. „Þetta er erfiður tími. Það hefur aldrei verið tími eins og þessi áður, þar sem svona hlutur getur gerst – þar sem þau geta tekið þetta frá okkur öllum. Frá mér, frá þér, frá landinu okkar,“ sagði Trump og bætti við: „Þetta voru sviksamlegar kosningar en við getum ekki spilað þetta upp í hendurnar á þessu fólki. Við verðum að halda friðinn. Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök.“ Og Twitter sagði stopp Myndbandið fékk þó ekki að lifa lengi, en nokkrum klukkustundum síðar hafði Twitter fjarlægt það ásamt tveimur öðrum færslum. Voru skilaboð forsetans talin hvetja til ofbeldis, en þau innihéldu órökstuddar fullyrðingar um kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum. Sú ákvörðun Twitter þykir ansi merkileg í ljósi þess að samskiptamiðillinn hefur verið í miklu uppáhaldi hjá forsetanum, sem virðist tísta um hvað sem er, hvenær sem er. Við venjulegar kringumstæður væri fylgst grannt með tístum frá Trump á meðan þingmenn ræða úrslit kosninganna en nú ríkir grafarþögn, á sama tíma og hver þingmaðurinn á fætur öðrum stígur í pontu og tekur afstöðu gegn málflutningi forsetans. Og Twitter var ekki eini miðillinn sem tók færslur forsetans til skoðunar. Facebook tilkynnti að tvær færslur hans væru til skoðunar í sólarhring þar sem þær brytu gegn viðmiðum miðilsins. Á meðan sú skoðun stæði yfir gæti hann ekki birt nýjar færslur. We've assessed two policy violations against President Trump's Page which will result in a 24-hour feature block, meaning he will lose the ability to post on the platform during that time.— Facebook Newsroom (@fbnewsroom) January 7, 2021 „Aðför að lýðræðinu“ Heimsbyggðin fylgdist með atburðarásinni í Washington og voru stjórnmálaleiðtogar engin undantekning. Fjölmargir tjáðu sig um stöðu mála og sögðu atburðina vera aðför að lýðræðinu. „Við erum að verða vitni að óhugnanlegu ofbeldi í Washington DC,“ skrifaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Twitter í kvöld og ítrekaði mikilvægi þess að frelsi og lýðræðið yrði virt. Fleiri tóku í sama streng og sögðu þetta aðför að lýðræðinu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, virtist furða sig á ávarpi Trump og viðbrögðum hans. „Já; þetta er ávarp frá hinum raunverulega forseta. Ekki falsað,“ skrifar Ólafur Ragnar á Twitter. Yes; this is a statement by the real POTUS. Not a fake! https://t.co/0XubXpabwL— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) January 6, 2021 Atburðarásin í vaktinni:
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Fréttaskýringar Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden. 7. janúar 2021 02:24 Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13 Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45 Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. 7. janúar 2021 01:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Segja ríkisstjórnina ræða að koma Trump frá völdum Fréttamenn vestanhafs greina nú frá því að óformlegar viðræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnarinnar um að þvinga Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti með því að virkja 25. viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Varaforsetinn Mike Pence tæki þá við embætti fram að embættistöku Joe Biden. 7. janúar 2021 02:24
Obama sakar repúblikana um að afvegaleiða stuðningsmenn sína Atburðarás dagsins verður skráð í sögubækurnar sem hneisa og skömm bandarísku þjóðarinnar. Þetta segir Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu sem hann hefur birt á Twitter. 7. janúar 2021 02:13
Twitter eyðir færslum Trump og lokar aðganginum í tólf tíma Twitter hefur nú þegar eytt í það minnsta tveimur færslum frá Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem birtar voru í kvöld. Önnur færslan innihélt myndband þar sem hann bað þá sem réðust inn í þinghúsið að fara heim. 6. janúar 2021 23:45
Leiðtogar bregðast við: „Óásættanleg aðför að lýðræðinu“ Fjölmargir leiðtogar hafa tjáð sig um atburðarásina í Washington D.C. fyrr í kvöld, þar sem múgur réðist inn í þinghúsið þegar staðfesting Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna stóð yfir. 7. janúar 2021 01:10