Gat ekki gengið að kröfum Trump Sylvía Hall skrifar 6. janúar 2021 22:40 Mike Pence á sameiginlegum fundi fulltrúa- og öldungardeildar þingsins í dag. GEtty/Saul Loeb Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa neitt vald til þess að ákveða úrslit kosninga og gæti ekki breytt þeirri niðurstöðu sem varð í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember síðastliðnum. Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst í dag til að afgreiða kjör Joe Biden til embættis forseta. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafði beitt Pence þrýstingi og beðið hann um að tefja formlega afgreiðslu, en Pence hefur verið mjög hliðhollur forsetanum í embættistíð hans. Á fundi þinganna í dag, áður en þingmenn áttu að afgreiða kjör Biden með formlegum hætti, gerði Pence grein fyrir afstöðu sinni og sagðist ekki geta hindrað framgang lýðræðisins. pic.twitter.com/8WJbv9A8Lx— Mike Pence (@Mike_Pence) January 6, 2021 „Samkvæmt minni dómgreind kemur sá eiður sem ég sór að stjórnarskránni í veg fyrir að ég taki mér það vald að ákveða hvaða atkvæði skulu talin og hver ekki,“ sagði Pence í yfirlýsingu sinni. Fundurinn var þó truflaður þegar múgur réðst inn í þinghúsið, en þar voru á ferð stuðningsmenn Donald Trump. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ heyrðist kallað, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Trump hefur ítrekað haldið fram. Þessi yfirlýsing Pence féll ekki í kramið hjá Bandaríkjaforseta sem sakaði hann um heigulshátt. „Mike Pence hafði ekki hugrekki til þess að gera það sem var nauðsynlegt til að vernda land okkar og stjórnarskrá, að gefa ríkjum tækifæri til þess að staðfesta leiðréttar staðreyndir, ekki þær fölsku og röngu sem upphaflega átti að staðfesta,“ skrifaði hann og vísaði enn og aftur í meint kosningasvindl. Mike Pence didn’t have the courage to do what should have been done to protect our Country and our Constitution, giving States a chance to certify a corrected set of facts, not the fraudulent or inaccurate ones which they were asked to previously certify. USA demands the truth!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Kona skotin í þinghúsinu Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafði beitt Pence þrýstingi og beðið hann um að tefja formlega afgreiðslu, en Pence hefur verið mjög hliðhollur forsetanum í embættistíð hans. Á fundi þinganna í dag, áður en þingmenn áttu að afgreiða kjör Biden með formlegum hætti, gerði Pence grein fyrir afstöðu sinni og sagðist ekki geta hindrað framgang lýðræðisins. pic.twitter.com/8WJbv9A8Lx— Mike Pence (@Mike_Pence) January 6, 2021 „Samkvæmt minni dómgreind kemur sá eiður sem ég sór að stjórnarskránni í veg fyrir að ég taki mér það vald að ákveða hvaða atkvæði skulu talin og hver ekki,“ sagði Pence í yfirlýsingu sinni. Fundurinn var þó truflaður þegar múgur réðst inn í þinghúsið, en þar voru á ferð stuðningsmenn Donald Trump. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ heyrðist kallað, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Trump hefur ítrekað haldið fram. Þessi yfirlýsing Pence féll ekki í kramið hjá Bandaríkjaforseta sem sakaði hann um heigulshátt. „Mike Pence hafði ekki hugrekki til þess að gera það sem var nauðsynlegt til að vernda land okkar og stjórnarskrá, að gefa ríkjum tækifæri til þess að staðfesta leiðréttar staðreyndir, ekki þær fölsku og röngu sem upphaflega átti að staðfesta,“ skrifaði hann og vísaði enn og aftur í meint kosningasvindl. Mike Pence didn’t have the courage to do what should have been done to protect our Country and our Constitution, giving States a chance to certify a corrected set of facts, not the fraudulent or inaccurate ones which they were asked to previously certify. USA demands the truth!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 6, 2021
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32 Kona skotin í þinghúsinu Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06 „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
„Þið verðið að fara heim núna“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur birt skilaboð til mótmælenda við þinghúsið þar sem hann biður þá um að fara heim. Hann segist skilja reiði þeirra, en mest allt myndbandið, sem sjá má hér að neðan, snerist um innihaldslausar ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum 6. janúar 2021 21:32
Kona skotin í þinghúsinu Kona varð fyrir skoti í þinghúsinu í kvöld og er alvarlega slösuð. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs, en myndir og myndbönd af atvikinu hafa verið birt á samfélagsmiðlum. Konan var í hópi mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið í kvöld. 6. janúar 2021 21:06
„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28