Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. janúar 2021 16:48 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44
Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54