Ellý Ármanns spáir fyrir helstu leikendum í íslensku samfélagi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2021 10:30 Ellý Ármanns er fær spákona. Ellý Ármannsdóttir spákona hefur haft nóg að gera að undanförnu við að spá fyrir Íslendingum sem vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira. Ísland í dag Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira.
Ísland í dag Mest lesið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira