Ellý Ármanns spáir fyrir helstu leikendum í íslensku samfélagi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2021 10:30 Ellý Ármanns er fær spákona. Ellý Ármannsdóttir spákona hefur haft nóg að gera að undanförnu við að spá fyrir Íslendingum sem vilja vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira. Ísland í dag Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk hana til að draga fram spilastokkinn og spá í spilin fyrir komandi ár í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hvað er í kortum Kára Stefánssonar og þríeykisins árið 2021? Heldur sigurganga Bríetar áfram í tónlistinni? Verður árið erfitt ríkisstjórninni? Hvernig lítur framtíð Icelandair út og hver er sá Íslendingur sem mun skína skærast á árinu? „Það er allt bjart og bara birta framundan,“ segir Ellý er hún tók upp fyrsta spilið. „Nú erum við komin inn í nýtt upphaf, 2021, og tveir plús 2 plús 1 eru fimm og fimm er heillatala. Við erum að fara inn í ár sem er hjartaár.“ Ellý segir að á árinu muni þrengja svolítið að hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Hún er miklu öflugri en við höldum. Hún er kona sem kemur með góðar hugmyndir án þess að vilja endilega fá hól fyrir.“ Kári Stef flytur út á land Ellý segir að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra muni ekki segja af sér á þessu ári. „Hann situr á sínum fáki en hann mun líka hleypa unga fólkinu að. Hann er í trausti og hugrekki og hann gefur öðrum sviðið. Það eru einhverjir tveir ungir menn sem koma og taka við. Hann stendur í báðar lappir, heldur áfram en dregur sig aðeins til baka. Eins og við sjáum þá er hann farinn að grána aðeins, rosa sætur og líður vel með þessar ákvarðanir.“ Ellý segir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar muni flytja út á land á næstunni. „Hann stendur í birtu og er búinn að fá nóg af slagsmálum. Kári stendur út í náttúrunni og er að byggja eitthvað setur, eitthvað rannsóknarsetur. Hann er með mikið fjármagn sem hann er að koma með inn í landið en hann er kominn með leið á þessu stríði.“ Ellý spáir einnig fyrir þríeykinu. „Ég sé mikla og sterka vernd og það er passað upp á þessa einstaklinga. Þau eru á vegamótum, það er sól og þau hætta að birtast í sjónvarpinu með fundi. Þetta er liðið, við höldum áfram og þau fara í sitthvora áttina. Hvað þau gera er ekki búið að ákveða en þau fá allskonar tilboð. Þarna eru leiðtogastöður en pólitíkin er ekki fyrir þau.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Ellý spáir fyrir fleiri hlutum eins og skærustu stjörnum Íslands, íslenskum fyrirtækjum og margt fleira.
Ísland í dag Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira