„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2021 20:00 Margir framhaldsskólanemar mættu aftur í skólann í dag í fyrsta sinn síðan í október. Nemendur í Verzlunarskóla Íslands voru sáttir með að vera mættir í skólann á nýju ári. Vísir/Egill Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu." Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu."
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26