„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. janúar 2021 20:00 Margir framhaldsskólanemar mættu aftur í skólann í dag í fyrsta sinn síðan í október. Nemendur í Verzlunarskóla Íslands voru sáttir með að vera mættir í skólann á nýju ári. Vísir/Egill Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu." Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Framhaldsskólanemar mættu margir hverjir í dag í skólann í fyrsta sinn síðan í október. Reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar um áramótin sem hefur það í för með sér mögulegt er að bjóða upp á staðnám í nærri öllum framhaldsskólum. Engu að síður er skólastarf enn lagt frá því að vera eins og það var áður en kórónuveiran tók að breiða úr sér. "Vonandi þýðir það helling að koma og hitta vini sína en auðvitað hef ég enn þá áhyggjur af því að við erum bara að reyna að auka kennslu núna. Við erum að reyna jafnvel að fara í fulla kennslu. Við erum ekki búin að opna fyrir félagslíf eða annað slíkt sem þessir nemendur eru vanir að njóta og vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf en svo er ekki á þessari stundu," segir Kristinn Þorsteinsson skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og formaður Skólameistarafélags Íslands. Kristinn Þorsteinsson formaður Skólameistarafélags Ísland og skólameistari í FG segir enn nokkuð í að hægt verði að bjóða framhaldsskólanemum upp á eðlilegt líf í skólunum.Vísir/Egill Misjafnt er eftir skólum hversu mikið staðnám er í boði strax í þessari viku. Kristinn segir marga ætla að fara hægt af stað og fylgjst með hvort að þeim sem að greinast með kórónuveirunni haldi áfram að fækka. Fjórir greindust með hana innanlands í gær. "Stærri áfangar þá byrjum við þessa viku svona nokkurn veginn helminginn í einu og þá er hinn helmingurinn í fjarnámi og ef vel gengur þessa vikuna þá munum við bæta verulega í og líklega fara nánast í alveg fullt nám strax eftir helgi með alla hópa." Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt nú sem fyrr að vel sé staðið að sóttvörnum í skólunum. "Við erum á mjög viðkvæmum stað ákkurat núna þar sem að við erum rétt að stíga inn í bólusetningaferlið og að faraldurinn er í jafnvægi ákkurat núna og við erum með tiltölulega hagstæðar tölur núna dag frá degi. Það er auðvitað fagnaðarefni að þau eru að koma saman og að skólarnir geta byrjað en það þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum í skólastarfinu."
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26