Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:15 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. vísir Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. Í samtali við Sky news sagði Michael Gove, ráðherra, að staðan yrði metin að nýju 15. febrúar og sagðist eiga von á að í mars gætu yfirvöld aflétt ströngustu aðgerðunum. Bretar mega einungis hætta sér út fyrir hússins dyr í undantekningartilfellum eins til þess að kaupa matvöru, fara til læknis og í sýnatöku vegna veirunnar. Fólki er þó heimild að stunda líkamsrækt utandyra einu sinni á dag en ekki er leyfilegt að fara út fyrir hverfi viðkomandi. Aðgerðirnar komu Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra Íslands í Lundúnum, ekki á óvart. „Þetta átti sér náttúrulega aðdraganda þannig að þetta kom nú ekki alveg á óvart. Fjölmiðlar höfðu fjallað um að þetta væri í aðsigi.“ Í gær greindist metfjöldi með kórónuveiruna í Bretlandi, eða hátt í sextíu þúsund manns. Um var að ræða sjöunda daginn sem tilfellin voru yfir fimmtíu þúsund. Nýja afbrigði kórónuveirunnar þungt í þessari miklu fjölgun smita því hún er talin vera fimmtíu til sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Síðastliðnar vikur hefur dauðsföllum, innlögnum og tilfellum fjölgað ört. „Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti að í þessu ávarpi í gærkvöldi að stjórnvöld væru tilneydd til þess að grípa til hertra ráðstafana og landið fært upp á hæsta viðbúnaðarstig.“ Sturla telur að Íslendingar sem hafa dvalið í Bretlandi til lengri tíma séu orðnir „sjálfbjarga“ eins og hann orðar það og vanir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum með stuttum fyrirvara vegna aðgerða. Ekki hafi margir Íslendingar haft samband við sendiráðið eftir að nýju aðgerðirnar tóku gildi. „Það má segja að þetta sé í þriðja skiptið sem gripið er til svona harðra ráðstafana á undanförnum tíu mánuðum. Það var náttúrulega í mars og inn í apríl, svo síðla haust og svo aftur núna. Þessum hertu ráðstöfunum var aflétt hér í London var aflétt í byrjun desember að mestu leyti en síðan settar aftur á seinna í mánuðinum þannig að þetta hefur sett svip á borgina, óneitanlega.“ Hefur þetta fengið þungt á þá Íslendinga sem þú hefur rætt við? „Nei, við höfum ekki orðið mikið vör við vandræði eða óánægju hérna, ég held að þeir eins og Bretar átti sig á því að það er gripið til þessara ráðstafana að gefnu tilefni og það er stefnt að því að þær verði eins skammvinnar og mögulegt er og þá horfa menn ekki síst til bólusetninga.“ Ekki hafi margir þurft að leita aðstoðar eða leiðsagnar hjá sendiráðinu. „En við hvetjum auðvitað Íslendinga til að fylgjast vel með framvindu þessara mála og svo náttúrulega að fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu. Við höfum reyndar orðið svolítið vör við að Íslendingar á leið til annarra ríkja í gegnum Bretland, til dæmis Spánar, hafi lent í vandræðum vegna takmarkana á flugi frá Bretlandi og í því samhengi þá hvetjum við fólk líka til að kynna sér vel allar opinberar upplýsingar um takmarkanir áður en flug eru bókuð og áður en lagt er af stað því reynslan sýnir að reglur geta breyst með mjög skömmum fyrirvara. Almennt tekur fólk þessu hér með jafnaðargeði og skoðanakannanir benda til þess að það sé mikill meirihluti sem styðji þessar hertu aðgerðir.“ England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Í samtali við Sky news sagði Michael Gove, ráðherra, að staðan yrði metin að nýju 15. febrúar og sagðist eiga von á að í mars gætu yfirvöld aflétt ströngustu aðgerðunum. Bretar mega einungis hætta sér út fyrir hússins dyr í undantekningartilfellum eins til þess að kaupa matvöru, fara til læknis og í sýnatöku vegna veirunnar. Fólki er þó heimild að stunda líkamsrækt utandyra einu sinni á dag en ekki er leyfilegt að fara út fyrir hverfi viðkomandi. Aðgerðirnar komu Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra Íslands í Lundúnum, ekki á óvart. „Þetta átti sér náttúrulega aðdraganda þannig að þetta kom nú ekki alveg á óvart. Fjölmiðlar höfðu fjallað um að þetta væri í aðsigi.“ Í gær greindist metfjöldi með kórónuveiruna í Bretlandi, eða hátt í sextíu þúsund manns. Um var að ræða sjöunda daginn sem tilfellin voru yfir fimmtíu þúsund. Nýja afbrigði kórónuveirunnar þungt í þessari miklu fjölgun smita því hún er talin vera fimmtíu til sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Síðastliðnar vikur hefur dauðsföllum, innlögnum og tilfellum fjölgað ört. „Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti að í þessu ávarpi í gærkvöldi að stjórnvöld væru tilneydd til þess að grípa til hertra ráðstafana og landið fært upp á hæsta viðbúnaðarstig.“ Sturla telur að Íslendingar sem hafa dvalið í Bretlandi til lengri tíma séu orðnir „sjálfbjarga“ eins og hann orðar það og vanir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum með stuttum fyrirvara vegna aðgerða. Ekki hafi margir Íslendingar haft samband við sendiráðið eftir að nýju aðgerðirnar tóku gildi. „Það má segja að þetta sé í þriðja skiptið sem gripið er til svona harðra ráðstafana á undanförnum tíu mánuðum. Það var náttúrulega í mars og inn í apríl, svo síðla haust og svo aftur núna. Þessum hertu ráðstöfunum var aflétt hér í London var aflétt í byrjun desember að mestu leyti en síðan settar aftur á seinna í mánuðinum þannig að þetta hefur sett svip á borgina, óneitanlega.“ Hefur þetta fengið þungt á þá Íslendinga sem þú hefur rætt við? „Nei, við höfum ekki orðið mikið vör við vandræði eða óánægju hérna, ég held að þeir eins og Bretar átti sig á því að það er gripið til þessara ráðstafana að gefnu tilefni og það er stefnt að því að þær verði eins skammvinnar og mögulegt er og þá horfa menn ekki síst til bólusetninga.“ Ekki hafi margir þurft að leita aðstoðar eða leiðsagnar hjá sendiráðinu. „En við hvetjum auðvitað Íslendinga til að fylgjast vel með framvindu þessara mála og svo náttúrulega að fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu. Við höfum reyndar orðið svolítið vör við að Íslendingar á leið til annarra ríkja í gegnum Bretland, til dæmis Spánar, hafi lent í vandræðum vegna takmarkana á flugi frá Bretlandi og í því samhengi þá hvetjum við fólk líka til að kynna sér vel allar opinberar upplýsingar um takmarkanir áður en flug eru bókuð og áður en lagt er af stað því reynslan sýnir að reglur geta breyst með mjög skömmum fyrirvara. Almennt tekur fólk þessu hér með jafnaðargeði og skoðanakannanir benda til þess að það sé mikill meirihluti sem styðji þessar hertu aðgerðir.“
England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28
Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41
Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27
Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23