Heimsmeistarinn segir að fjölskyldan hafi þjáðst vegna hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2021 10:01 Gerwyn Price smellir kossi á Sid Waddell bikarinn eftir sigurinn á Gary Anderson í úrslitaleik HM í pílukasti. getty/Luke Walker Gerwyn Price segir að fjölskylda sín hafi glaðst og þjáðst með sér á leið sinni að fyrsta heimsmeistaratitlinum í pílukasti. Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna. Pílukast Wales Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira
Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna.
Pílukast Wales Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira