Heimsmeistarinn segir að fjölskyldan hafi þjáðst vegna hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2021 10:01 Gerwyn Price smellir kossi á Sid Waddell bikarinn eftir sigurinn á Gary Anderson í úrslitaleik HM í pílukasti. getty/Luke Walker Gerwyn Price segir að fjölskylda sín hafi glaðst og þjáðst með sér á leið sinni að fyrsta heimsmeistaratitlinum í pílukasti. Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna. Pílukast Wales Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna.
Pílukast Wales Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira